Sunday, April 17, 2011

Bútasaumur í eldhúsið



Ég er búin að vera að sauma utan um hrærivélina mína. Ég fór á námskeið hjá Guðrúnu Erlu um daginn og þar sem við erum utan að landi þá fórum við snemma í höfuðborgina vinkonurnar. Við komum við í Quilt kistunni og þangað var mikið gaman að koma. Ég keypti eitthvað af ljósum efnum (sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér núna) og svo keypti ég líka munstur utan um hræivélina mína. Svo saumaði ég þetta núna og er svo ánægð með þetta.

5 comments:

Helga said...

Rosalega er þetta flott hjá þér!!! 'Eg panta svona í Jóla gjöf :)

Hellen Sigurbjörg said...

En fallegt hjá þér! Ég er eimitt nýbúin að kaupa sniðið af henni Elínu og ætla að fara að sauma.

Siv said...

A beautiful piece of work! :o)

Anonymous said...

Sæl Edda, ég komst inn á síðuna þína í gegnum síðuna hennar Hellenar. Ég verð alltaf svo glöð þegar ég uppgötva ný íslensk handavinnublogg! Gaman að síðunni þinni og fallegt handverkið þitt :)

Bestu kveðjur,
Berglind Snæland

Anonymous said...

Sæl aftur Edda, takk fyrir innlitið á síðuna mína, ég vona að þú hafir haft gagn af þríhyrninga-ferningunum, maður getur orðið dáldið "hooked" á þeim :)
En ég er að velta því fyrir mér hvort ég megi nokkuð setja tenginu af minni síðu yfir á þína?
Ég kann aldrei við að gera svoleiðis án þess að fá leyfi hjá viðkomandi :)
Annað, ertu búsett í USA? :)
Bestu kveðjur,
Berglind

Related Posts with Thumbnails