Nú er kominn langur tími síðan ég var hérna síðast, eða kannski ekki síðan ég var hérna síðast því að ég fer alltaf reglulega hingað að skoða bloggið hjá öðrum en ekki komið mér í að skrifa nokkuð hérna í langan tíma.
Ég er búin að vera að prjóna og hekla alveg á fullu og reyndi að klára sem mest af þessum verkefnum sem ég átti í körfunni minni.
Febrúar peysan sem að ég var alltaf að reyna að klára en var ekki sátt við, er búin. Hún er ekki ljót, en þegar ég fer í hana þá er ég eins og skúta fyrir fullum seglum (eða fjölskyldu tjald). Hún er sem sagt allt of stór og þykk. Prjónuð úr léttlopa en hefði átt að vera prjónuð úr einhverju fínu á prjóna nr t.d. 3 1/2, það hefði kannski gert hana svolítið fínlegri. Svo er ég nú þeim ósköpum gædd að ég held alltaf að ég sé mikið stærri en ég er og prjóna allt svo stórt á mig. Hvað er það nú kallað? Anorexia.. humm nei það getur ekki verið því að það er svo gott að borða, en eitthvað er að mér í hausnum að gera alltaf svona stórt á mig. ;o)
Ég hafði það af að klára teppið mitt góða sem á að fara í fellihýsið okkar. það tók ekki langan tíma þegar ég tók mig til loksins. Það er heldur stórt, en þá er það bara betra og hylur meira af kroppum. :o)
3 comments:
Teppið er ofsalega fallegt!
Hvað ertu að setja teppið sem þú ætlar að gefa mér á netið LOL!!! Gaman að þú sért að blogga loksins :o)
Æðislega kósý útileguteppi. Er það stjörnuhekl?
Post a Comment