Wednesday, June 23, 2010

Fullt af nýrri handavinnu


í vor þegar Helga mín kom með strákana sína heim, þá vantaði litla gæjanum mínum lopapeysu. Af því að amma á heima í sveitinni (næstum því) þá gerði hún lopapeysu með traktorum handa litla prinsinum sínum. Helga valdi litina og peysan kom bara nokkuð vel út hjá mér og Kobe er búinn að nota hana mikið.



Isabella mín á afmæli 4. júlí og amma hefur alltaf reynt að prjóna eitthvað handa henni í afmælisgjöf. Í ár var þetta eitthvað erfitt hjá ömmu svo að mamma hennar Bellu valdi hvað ég gæti prjónað á hana. Fyrir valinu varð svo þetta pils, sem er algjört æði. Liturinn átti að vera í turkis, en amma átti þetta bómullargarn í lillabláu og af því að Bellan er svo hrifin af lillabláu þá gerði amma svoleiðis á hana. Það er nú ekki hægt að láta mömmu ráða öllu. ;o)



Bellan á svo lítinn bróðir sem verður að fá eitthvað frá ömmu líka, þó að hans afmæli sé ekki fyrr en í endann á desember þá er amma að gera stutterma peysu á hann. Hún er prjónuð í Mandarin Petitt á prjóna nr. 3 og þetta er að fara eitthvað illa í axlirnar á mér, greyið gamla konan. ;o) En hún er nú að verða búin núna. Ég er búin með afturstykkið og er á framstykkinu. Svo eru bara stuttar ermar, önnur röndótt og hin græn með bláum garðaprjóns kant.

Ég vona að þið eigið góðan dag

2 comments:

Handmade and off-centered said...

Takk æðislega fyrir pilsið og bolinn. Prinsessan er svo sæt í fína pilsinu sínu og bolurinn er svo mjúkur og fínn. Prinsinn var svo flottur í sumar með ljós bláu sandalana sína í stíl við bolinn :)

Tootles
xoxo

Karen said...

Very nice!!!

I noticed that you added your link to the One Flower Wednesday Sign In Sheet, does this mean you are interested in joining?

Related Posts with Thumbnails