Monday, March 22, 2010

Helgin mín góða í Skagafirðinum.

Jæja nú ætla ég að segja ykkur aðeins frá helginni góðu á Löngumýri í Skagafirði.
Við komum á fimmtudagskvöldi, fjórar úr Borgarnesi, saman í bíl. Það var auðvitað voða gaman hjá okkur og góð stemming í bílnum, mikið prjónað á leiðinni, spjallað og hlegið. Við stoppuðum á nokkrum stöðum til að bílstjórinn gæti rétt úr sér og borðuðum svo í Varmahlíð.
Þegar við komum á staðinn þá voru flestar komnar sem ætluðu að koma á fimmtudagskvöldið og við helltum okkur strax í prjónið og spjallið langt fram á nótt.
Daginn eftir var ég sennilega eitthvað stressuð að ég gæti misst af morgunmatnum sem átti að byrja kl 9:00, nú ég var komin í biðstöðu kl 7:30. Vöknuð og búin að gera mig sæta. Þá var bara að prjóna og tala þar til morgunmaturinn var tilbúinn og svo prjóna meira og borða meira þar til um kvöldið þegar allar voru mættar þá hófst formleg dagsskrá.
Kristrún var alveg frábær og sýndi okkur hvað hún hafði fyrir okkur að gera. Flestar byrjuðu svo þarna um kvöldið á “Möbíus„ kraga, sem ég hafði ekki séð fyrr. Hún var líka með alveg frábært garn á frábærum stað (fyrir hana), þar sem við þurftum alltaf að labba framhjá borðunum þegar við fórum inn í herbergi eða á klóið. Svo að það var að sjálfsögðu mikið verslað af garni og öðru nauðsynlegu sem tilheyrir prjónaskap. Ég verslaði mér rauðan lit í minn Möbíus og er svaka ánægð með hann. það er svolítið skrítið að prjóna þetta því að maður hefur aldrei gert svona áður að prjóna í tvöfaldan hring. En þetta er alveg svaka flott og ég ánægð. Hérna sjáið þið þennan flotta kraga minn. ;o)







Ég var svo ánægð (eins og þið sjáið) með litinn sem ég valdi að ég keypti mér eina dokku í viðbót og lærði að hekla vettlinga með keðjulykkjum. Alveg frábærir og svo gaman að hekla þá. Ég gat ekki tekið mynd af báðum höndum í einu þar sem ég þurfti að halda á myndavélinni í hinni hendinni, ;o) en hér sjáið þið hvað þetta er flott og garnið alveg frábært, mjúkt og yndislegt.







Þarna voru líka allskonar prjóna uppskriftir og ein var af þessari peysu að ofan. Þ.e.a.s. ég byrja að prjóna að ofan. Garnið var að sjálfsögðu keypt í einni klósett ferðinni og kemur mjög vel út að ég held. það er gott að prjóna úr þessu, bómull og mjög mjúkt. Skiptir skemmtilega úr einum litnum í annann. Ég er að sjálfsögðu búin að rekja þessa peysu upp einu sinni, því að ég var ekki ánægð með munstrið sem ég valdi, en nú er ég búin með búkinn og bara ermarnar eftir.







Við gátum farið á allskonar námskeið sem þær kenndu Kristrún og Sísa, t.d. gimb, allskonar stroff, rússneskt hekl o.fl. Þetta var að sjálfsögðu nýtt af allflestum konunum og komum við fullar af hugmyndum og áhuga heim á sunnudeginum.
Frábær helgi og við mætum aftur að ári á Löngumýri í Skagafirði.

Kveðja úr Borgarnesi.

6 comments:

Helga said...

Þetta er allt svaka flott hjá þér Mamma Mín :o)

Unknown said...

Mjög flottur kragi og vettlingar. Ég stundum hingað inn hjá þér en kvitta aldrei fyrr en nú :) Gaman að fylgjast með handavinnunni þinni. Bestu kveðjur frá Danmörku, Anna (dóttir Nínu í Borgarnesi)

Hellen Sigurbjörg said...

Mikið hefur þetta verið gaman hjá ykkur! Allt flott sem þú hefur gert, vel valdir litir. Ég hef hins vegar aldrei séð möbíusar kraga, bara sjal, hann kemur mjög flott út.

Handmade and off-centered said...

Þetta er æðislegt hjá þér. Flottur kragin, ég panta svona grænann í afmælisgjöf ;)

xoxo

Rósa said...

Allt svo fallegt hjá þér eins og vanalega.
Hlakka til að sjá mynd af fjólubláu vettlingunum þínum með blúndunum :)

Hellen Sigurbjörg said...

Mikið var ég glöð að heyra að þú hefðir tekið til þín viðurkenninguna. Endilega kópíeraðu hana og settu hana á bloggið þitt! Og takk fyrir að láta mig vita!
Kveðja, Hellen

Related Posts with Thumbnails