Saturday, January 30, 2010

Nú er ég búin að gera mér prjónabuddu. Ég saumaði saman afganga sem ég átti í fjólubláu og saumaði allskonar skrautsaum í gylltu í rendurnar. Svo til þess að hún væri örugglega ekki bein og skorin þá hallaði ég sniðinu aðeins svo að rendurnar eru á ská. Ég er voða hrifin af prjónabuddunni minn og á eftir að nota hana mikið.
Ástæðan fyrir því að ég fór að gera hana núna, er að daginn eftir að ég kem heim frá U.S.A. þá ætlum við að sauma buddur í féló. Þegar ég ákveð að gera eitthvað með þeim þá vil ég hafa eitthvað til að sýna þeim og þær eru hrifnari af því.



Á fimmtudagskvöldið fór ég í Handavinnubúðina, þar var verið að kenna okkur að hekla rússneskt hekl. Þetta er voða gaman og ég sé alveg fyrir mér fallega liti í teppi í fellihýsið. Ég gerði appelsínugult, rautt og gult. Ég er alltaf að sjá fleiri liti sem færu vel með í teppið en ég má bara ekki vera að þessu núna því að ég verð að vera búin með fleiri vettlinga og sokka áður en ég fer út.

Friday, January 29, 2010

Viðurkenning ;o)


Takk fyrir að veita mér viðurkenninguna Hellen, ég er svo montin að þú skyldir velja mig. Ég á að setja inn link á þá sem valdi mig og segja sjö staðreyndir um sjálfa mig, svo sendi ég sjö viðurkenningar áfram. Þær sem ég hef valið eru

Helga mín, Knot Garden, Little Cotton Rabbits, Mom thoughts, Hanne´s Quilt Corner, Felisis blogg, gyldenkron.

1. Ég er sú allra bleikasta sem þú hittir og hef verið það frá því að ég man eftir mér.
2. Ég varð amma 35 ára og á núna 5-9 barnabörn, 5 sjálf og 4 komu með í pakka.
3. Ég hef voða gaman af að elda og baka og geri heimabakaðar pizzur á hverjum föstudegi og þegar ég hef verið utanlands þá gera litlu stelpurnar mínar pizzurnar með aðstoð mömmu á skype.
4. Ég er búin að láta skrá mig í söngnám í vetur, en er alltaf að fresta þessu (eitthvað óörugg).
5. Rod Stewart hefur verið uppáhalds söngvarinn minn frá því að Binna vinkona mín gaf mér plötu með honum þegar við vorum 13 ára.
6. Þegar ég prjóna á mig þá reyni ég alltaf að velja einhvern annan lit heldur en bleikan því að ég er svo hrædd um að velja alltaf bleikan (skrítin ég veit) og nú er ég að fatta að ég á ekkert mikið sem ég hef gert á sjálfa mig í bleiku.
7. Ég bjó í Bandaríkjunum í mörg ár.

Og nú ætla ég að gera þetta á ensku því að þá skilja fleiri hvað ég er að tala um.

1. I am the pinkest of all that is pink and have always been that way.
2. I became a grandmother at 35 years of age and now I have 5 of my own and 4 that came with the package.
3. I love cooking and baking and I do home made pizza every Friday night and when I go owerseas they bake pizza with my help on skype.
4. I am going to learn how to sing this winter, but I keep on putting it off until later.
5. Rod Stewart has been my favorit singer since my girl friend gave me a record when we were 13 years old.
6. When I knit for myself I always try not to make it pink, because I am so afraid that I make to much pink for me, witch I do not and should do more of since it is such a pretty color.
7. I used to live in the states for some years.

Friday, January 22, 2010

Stórir vettlingar



Ég er svo klikkuð stundum að ég geng fram af sjálfri mér. lol Það er nú bara þannig að ég er að fara til Ameríku í febrúar eins og ég hef minnst á og fjölskylda dóttur minnar er að flytja til Cicaco þar sem er kuldi og vetrarveður á veturna. Nú þau eru búin að eiga heima í Virginia Beach í nokkur ár svo að þau eiga auðvitað ekkert af vetrarfötum. Mamma er að fara út og verður að koma með fulla tösku af vettlingum og sokkum á liðið. Nú ég byrjaði á strákunum mínum og svo á ég þessa fínu vettlinga á Helgu mína, nú er það bara tengdasonurinn sem er svolítið stærri en venjulegur Jón. ;o) Ég lét Helgu mæla höndina á honum og þegar ég fór að skoða málin fannst mér þau ekki geta verið rétt, þetta var svo stórt. Næst þegar ég talaði við Helgu á Skype, vildi ég sjá hendurnar á þeim saman og vitir menn þetta var allt rétt. Maðurinn er 26 cm frá úlnlið og fram yfir löngutöng, 8 cm að þumli eftir að stroffið er búið. ;o)
Í morgun fór ég svo að prjóna fyrri vettlinginn og þegar ég var búin með hann (ekki einu sinni þumalinn) þá varð ég bara að skella inn mynd af þessu og setti vettlinga sem passa á mig við hliðina á þeim og þessir minnstu eru á svona átta ára.
Ég þarf nú ekkert að segja ykkur að ég treysti mér ekki að prjóna sokka á hann fyrr en ég er komin út og get mælt hann sjálf. ;o)
Leiðinda tengdamamma sem getur skemmt sér yfir þessu.
Soffía frænka

Monday, January 18, 2010

Ég var aldrei búin að sína ykkur hvað ég fékk sniðugt í jólagjöf. Birgitta mín gaf okkur karlinn og kerlinguna, hún er svo hugmyndarík og sér svona fyrir sér. Við vorum að búa til jólasveina og allir að gera eins, en þá breytti hún sínum í þessi líka fínu hjón. Karlinn minnir mig á prest í gamla daga lol, ég veit ekki af hverju. En svo gáfu Tanja og Guðbjörg ( dætur Gunnars) okkur lopaflöskuna sem er líka svo sniðug. Hún verður góð í fellihýsinu okkar í sumar. ;o)



Ég var að reyna að taka mynd af nýjasta verkefninu, þetta er toppur sem er í svo fallegum lit. hann er eins og grænar ólífur á litinn. Mynstrið er í Prjónablaðinu Ýr (einhverju gömlu, sennilega 2005). Ótrúlaga flottur toppur ef að hann klárast einhvern tíman, mér finnst svo seinlegt að prjóna þetta mynstur svo að ég fer alltaf að gera eitthvað annað. ;o)



Nú er ég að fara til Ameríku að hjálpa til við flutninga, svo að nú verð ég að vera dugleg að prjóna sokka, vettlinga og húfur á strákana mína í Ameríku. Áðan fór ég því í búðina og keypti fullt af léttlopa og hosubandi fyrir þetta verkefni. En toppurinn er nú líka bara fyrir sumarið svo að það liggur ekkert á honum ;-)

Kv Soffía frænka

Monday, January 11, 2010

Jæja nú eru sjöl stelpnanna búin og komu svo vel út og þær ánægðar. Hérna er mynd af báðum sjölunum og svo gaman að sjá muninn á litunum. Karlotta mín fékk appelsínugult og Amelia fékk bleikt. Sokkarnir eru líka búnir, en ég er ekki búin að taka mynd af þeim, það kemur seinna.
Á þessum sjölum jók ég út á fjórum stöðum, í annarri lykkju, svo sinn hvoru megin við miðlykkjurnar tvær og svo í næst síðustu lykkju. Þetta kom mjög vel út og ég er ánægð.



Núna er ég að vinna við skemmtilegt verkefni sem að ég sýni ykkur seinna. Þetta er alveg ferlega flottur toppur á mig í fallegum grænum lit með skemmtilegu gatamynstri. Hann er svo flottur að ég hugsa bara um sól og sumar á meðan ég prjóna. ;o) Það er ekki leiðinlegt.

Kv Soffía frænka

Sunday, January 3, 2010

Gleðilegt ár



Gleðilegt ár og takk fyrir liðið
Kv Soffía frænka
Related Posts with Thumbnails