Nú er komið að því að sína hvað ég er búin að vera að gera undanfarið. Fyrst sjáið þið púða sem ég er nú eitthvað skrítin að vera að sína ykkur, því að greyið er svo ljótur. Hann er gerður úr öllum grænu afgöngunum mínum og ég sá hann fyrir mér koma miklu flottari út. En hann er semsagt svona og fer þá bara í fellihýsið því að það er gott að lúlla á honum.
Þarna fáið þið að sjá skrímslabuxurnar tilbúnar, með augum og tönnum. Sætar, er það ekki ;o)
Þetta er hyrna sem ég gerði handa einni dótturinni, sem á afmæli á morgun. Hún er grænni en allt sem er grænt.. ;o) Ég gerði þessa hyrnu úr Kauni garninu, sem er bara æðislegt að prjóna úr, maður veit aldrei hvaða litur kemur næst, sem er svo spennandi.
Þessa broddgelti gerði ég í vikunni og er svo skotin í. Þeir fara í pakka hjá einum litlum snáða sem amma þekkir. Það er á hreinu að ég á eftir að gera fleiri svona (búin með einn og annar á leiðinni, eftir að troða og sauma saman).
Að lokum ætla ég að sína ykkur kort sem ég gerði í gær og finnst svo skemmtilegt. Það er eins og bók, sem ég saumaði svo kerta mynd á.
Þetta er nú allt í dag, ég sýni ykkur meira seinna.
Hafið þið það sem allra best.
Kv Soffía frænka
3 comments:
Rosalega er þetta flott hjá þér!! Skrímslabuxuenar eru bara æði!! Birgitta á eftyr að vera rosalega ánægð með pakkann sinn. Love you!!
Mér finnast broddgeltirnir alveg frábærir, og svo er ég mjög hrifin af sjalinu. Ég er alltaf að spá í uppskrift að sjali, og ætla einmitt að nota Kauni garnið. Skrímslabuxurnar eru líka ótrúlega skemmtilegar, ég geymi uppskriftina að þeim ef ég skildi einhvern tímann eignast barnabörn!
Já já auvðitað sá ég ekki þessa færslu fyrr en löngu seinna hehe Þú hefur náttla vitað að ég var lítið í blogg heiminum á þessum tíma og þorði því að pósta sjalið mitt á netið nokkrum dögum fyrir afmælið mitt ;) Það er einstaklega fallegt svona í grænum tónum of course :) Takk æðislega fyrir mig, nú fer ég að draga allt vetrar tengt út úr skápnum og þetta sjal fær að njóta sín í vetur :)
xoxo
Post a Comment