Sunday, May 24, 2009




Þetta er vesti sem ég var að gera handa Ísabellunni minni. Ég prjónaði ekki slaufurnar á, heldur saumaði ég bara slaufur úr borða sem stelpurnar fengu frá Sharla með namminu. Það kom nú bara mjög vel út, alla vegana varð Bellan mín voða ánægð með ömmu sína og vildi nota tækifærið og biðja mig um að prjóna líka kjól sem átti að vera svartur með bleiku munstri. Nú amma gat ekki annað en prjónað hann líka og þá kom annað vandamál upp. Diamond vantaði drekapeysu í stíl við húfuna sem amma gerði og hún á að vera með vængjum... hummm nú verður amma að fara að hanna svoleiðis peysu. :o) Alltaf nóg að gera hjá ömmum sem prjóna (sem betur fer).

1 comment:

Helga said...

Þessi peysa er æðisleg!!! Mér hlakkar til að sjá Dreka peysuna hans Diamonds. Þú ert svo klár og besta Amman í heimi!!!

Love you!!

Related Posts with Thumbnails