Í gær þegar A fór í dans, þá kom þetta fyrir aftur og E hringdi í mig til að segja mér að þetta sé óhugnarlegt. Ég fór svo með hana til læknis í dag, og þar fengum við niðurstöðu á þessu dularfullu verkjum og öndunarerfiðleikum. Hún er greyið með magabólgur sem myndast af stressi og kvíðaköst sem orsaka að hún andar of mikið og því svimar henni og fær þennann skjálfta. Hún á að taka inn töflur við maganum og anda í poka ef þessir öndunarerfiðleikar koma aftur. Hún er svo viðkvæm að við verðum að passa að hún sé ekki að taka inn á sig erfiðleika annara. Ég er búin að tala við skólastjórann og hann ætlar að tala við íþróttakennarann og passa að hann sé ekki að reka á eftir henni í keppni og annað. Svo verður þetta bara að jafna sig, en það er þvílíkur léttir að vita núna hvað er að litlu stelpunni minni.
Annars er allt fínt að frétta héðan, ég er alltaf að tálga og er farin að sauma í aftur. Dúkurinn sem ég keypti í fyrra og gaf mér eins langann tíma og ég þyrfti er kominn fram aftur og mín núna á fullu í “Harðangri og klaustri“. Þetta er 12 manna dúkur sem passar á borðstofuborðið hjá mér. Ótrúlega fallegur og bara gaman að sauma hann.
Ég er að reyna að tálga eitthvað á hverjum degi, til að ná góðum tökum á þessari list. Hingað til hefur það tekist og vel það, því að þetta er svo gaman. Ég er til dæmis búin að tálga handa næstum öllum krökkunum eitt stikki og svo eru jólasveinarnir litlu alveg frábærir og ég er búin að gera 10 stikki af svoleiðis og þarf að gera 10-20 í viðbót. Svo eru karlar og laufblöð og allskonar skemmtilegt dót sem príðir nú eldhúsgluggann minn.
Í dag fór ég svo og keypti mér Linditrés kubb til að læra að skera út myndir. Mamma ætlar að kenna mér hvernig það er gert. Ég er viss um að það er alveg frábærlega gaman. Ég er svo spennt í að byrja að ég get ekki beðið eftir að mamma komi á föstudag með mynd og sína kunnáttu. En það er víst nóg af öðru að gera hjá mér.
Í gær spurði GG mig hvort að ég vildi ekki nota tímann sem ég er heima og læra að spila á eitthvert hljóðfæri :). Ég sagði auðvitað já, ég ætla að tala við Steinku og fá hana til að kenna mér á píanó í vetur. Það er brjálað að gera hjá minni hvort sem
er.
K er alltaf sama dúllan, hún er komin með stelpu að dansa við. Við erum voða ánægð með það, þó að það sé önnur stelpa þá er það betra en enginn. Nú verur mamma hennar K að fara að sauma kjóla bæði fyrir latín og ballroom. Ég er bara sátt við það því að mér líkaði ekki alveg við kjólinn hannar hvort sem er og svo eru kjólarnir hennar Stellu svo fallega bleikir. ;)
Jæja þetta er orðið gott í bili
Monday, September 29, 2008
Wednesday, September 24, 2008
Amelia til læknis
Þetta er nú búinn að vera meiri dagurinn. Skólastjórinn hringdi í mig í morgun og sagði mér að A hefði misst andann í sundi í dag. Eftir að tala við hann komumst við að því að hún hefði sennilega fengið kvíðakast og þar af leiðandi ekki getað andað. Hún vildi ekki að ég kæmi að sækja hana, svo að ég gerði mig bara tilbúna til að fara í vinnu (fyrst að það er nú miðvikudagur og eini dagurinn sem ég vinn). C var komin að þrífa og ég að gera mig til þegar síminn hringdi aftur og þá var það kennarinn hennar og þetta hafði komið fyrir aftur. Ég sagði náttúrulega að ég kæmi núna að ná í hana og sendi svo GG. Hann sannfærði mig um að allt væri í lagi, hann yrði heima og ég fór svo bara í vinnu. Þegar ég var komin í vinnuna þá hringdi hann og sagði mér að hann færi með hana til R-víkur til læknis og ég þyrfti ekki að koma með. Ég sagði G frá þessu og hún rak mig heim, sagði að ég ætti að fara með henni. Vinna er bara vinna en líf er líf (yfirmanneskjan mín). Hún er með bólgur í kviðarholinu og fékk sennilega kvíðakast út frá verkjunum. Greyið mitt hvað hún hefur verið hrædd. En nú er hún komin í rúmið og er að fara að sofa og allt í lagi nema þessar bólgur sem að við vitum ekki hvar eru. Blóðprufurnar koma svo eftir einn til tvo daga. Ég læt ykkur vita hvernig gengur með þetta seinna.
Bæ for now
Bæ for now
Tuesday, September 16, 2008
Þriðjudagur
Þessa dagana er ég nú alvarlega að hugsa um það hvernig fólk hefur tíma til þess að vinna. Ég er semsagt alveg á fullu þessa dagana og vinn bara einn dag í viku í þrjá tíma. Ég er alltaf á fullu að gera eitthvað en ætti að vera að gera annað (skiljið þið hvað ég meina).
Semsagt þá er ég að undirbúa vinnuna á morgun í dag. Ég fór niður í fjöru að tína steina til þess að mála á á morgun. Svo var nú að þvo steinana og nú eru þeir að þorna á ofninum. Í kvöld þarf ég svo að mála einhverjar myndir á steinana og sína konunum og kenna þeim á morgun.
Í gær fór GG í ristilspeglun og hún kom svona líka flott út. Það fannst einn sepi sem var brendur í burtu en allt annað var fínt. skurðurinn hafði gróið svona líka fínt og allt í lukkunar standi. Guði sé lof.
Ég notaði tímann til að fara í búðir og keypti mér útskurðar hníf. Hann var loksins kominn og ég fór svo að prófa hann þegar ég kom heim. Ég setti upp kartöflur og henti kjöti inn í ofninn og svo byrjuðum við Karlotta að skera út. Ég varð voða pirruð þegar ég svo þurfti að taka allt af borðinu til að gefa þeim að borða. En svo þegar GG fór í vitjun þá notaði ég tækifærið og tók allt upp aftur og allt í einu heirðist í GG. Hann var kominn heim aftur og ég sem hélt að hann væri ekki farinn, hummmmmm. Nei en þetta er svo gaman að maður gleymir sér alveg. Svo í morgun þegar allir voru farnir út úr húsinu þá tók ég þetta fram aftur og gerði svolítið. Gaman gaman.
Nú er víst kominn tími til að sækja stelpurnar mínar í skólann. Þar til næst, bæ bæ.
Semsagt þá er ég að undirbúa vinnuna á morgun í dag. Ég fór niður í fjöru að tína steina til þess að mála á á morgun. Svo var nú að þvo steinana og nú eru þeir að þorna á ofninum. Í kvöld þarf ég svo að mála einhverjar myndir á steinana og sína konunum og kenna þeim á morgun.
Í gær fór GG í ristilspeglun og hún kom svona líka flott út. Það fannst einn sepi sem var brendur í burtu en allt annað var fínt. skurðurinn hafði gróið svona líka fínt og allt í lukkunar standi. Guði sé lof.
Ég notaði tímann til að fara í búðir og keypti mér útskurðar hníf. Hann var loksins kominn og ég fór svo að prófa hann þegar ég kom heim. Ég setti upp kartöflur og henti kjöti inn í ofninn og svo byrjuðum við Karlotta að skera út. Ég varð voða pirruð þegar ég svo þurfti að taka allt af borðinu til að gefa þeim að borða. En svo þegar GG fór í vitjun þá notaði ég tækifærið og tók allt upp aftur og allt í einu heirðist í GG. Hann var kominn heim aftur og ég sem hélt að hann væri ekki farinn, hummmmmm. Nei en þetta er svo gaman að maður gleymir sér alveg. Svo í morgun þegar allir voru farnir út úr húsinu þá tók ég þetta fram aftur og gerði svolítið. Gaman gaman.
Nú er víst kominn tími til að sækja stelpurnar mínar í skólann. Þar til næst, bæ bæ.
Thursday, September 11, 2008
Jólagjafirnar í undirbúningi
Nú er ég búin að vera á fullu í námskeiði sem heitir „Lesið í skóginn- tálgað í tré“. Þetta var svo gaman, ég gerði nú ekki mikið en sammt eitthvað. Það sem ég gerði var -smjörhnífur, tertuspaði, skeið í saltið (pínulítil), bolla, og tilraun með fugl. Þetta hljómar nú aldeilis vel, en trúið mér þetta var ekki mjög flott. En nú kann ég þetta og get haldið áfram að æfa mig og verð ábyggilega mjög góð eftir einhvern tíman. Ég set inn myndir seinna af þessu afreki.
Allt gengur vel, ég er farin að vinna við Félagsstarf aldraðra einn dag í viku og byrjaði í gær. Það var bara voða gaman og ég held að ég hafi staðið mig vel (vona það allavegana).
Nú er ég að vinna að jólagjöfunum sem að ég ætla að búa til í ár. Það gengur voða vel og þið fáið að sjá það um jólin hahahah. Voða spennandi. En ég er svo spennt yfir þessu að ég hugsa ekki um annað og vinn að þessu á hverjum degi og ég vona að allir verði ánægðir.
Allt gengur vel, ég er farin að vinna við Félagsstarf aldraðra einn dag í viku og byrjaði í gær. Það var bara voða gaman og ég held að ég hafi staðið mig vel (vona það allavegana).
Nú er ég að vinna að jólagjöfunum sem að ég ætla að búa til í ár. Það gengur voða vel og þið fáið að sjá það um jólin hahahah. Voða spennandi. En ég er svo spennt yfir þessu að ég hugsa ekki um annað og vinn að þessu á hverjum degi og ég vona að allir verði ánægðir.
Monday, September 1, 2008
Gaman, gaman
Nú er aldeilis gaman hjá minni. Ég var að finna þennan link á skrapbook síðu og er að verða vitlaus. Það er eins gott að mín er ekki að vinna úti núna, svo að ég hafi nóg af tíma til að leika mér. ÉG sé alveg fyrir mér síðu með jólamyndum aðra af útilegum og enn aðra af ferðalögum utanlands....... humm allt of mikið að gera hjá mér núna.
En semsagt þá fór GG að vinna í dag og stelpurnar eru að byrja í tónlistaskólanum núna á eftir og dans á morgun. Brjálað að gera. Verð að fara að keyra þær á æfingu núna.
En semsagt þá fór GG að vinna í dag og stelpurnar eru að byrja í tónlistaskólanum núna á eftir og dans á morgun. Brjálað að gera. Verð að fara að keyra þær á æfingu núna.
Subscribe to:
Posts (Atom)