Monday, November 18, 2013

Catching Butterflys

 

 

Ég er búin með grifflurna mínar "chatching butterfly" . Það var svo gaman að prjóna þær, að ég gat ekki stoppað. Ég hélt áfram þar til að þær voru búnar í gær og gat svo ekki sofnað því að ég var svo mikið að hugsa um allar uppskriftirnar sem hægt er að fá hjá þessari konu sem hannaði þær. Þegar að ég vaknaði svo í morgun þá pantaði ég tvö munstur sem ég ætla að gera. Ohhh hvað ég hlakka til að komast í búðina að versla garn í nýja verkefnið mitt.

En nú ætla ég að hætta og drýfa mig í búðina. ;-)

Bestu kveðjur úr Borgarfirðinum

Edda Soffía

 

Sunday, November 17, 2013

Catching butterflies

 

 

 

 

Jæja nú held ég nú að ég ætti að skammast mín og skrifa eins og eina færslu til að sýna ykkur hvað ég er að gera þessa stundina.

Þetta eru grifflur sem að eru kallaðar "catching butterflies" yndislega flottar og rómantískar. Garnið er smart, litur sem ég féll alveg fyrir, en auðvitað var hann að hætta svo að ég keypti mér nokkrar dokkur. Þessi litur passar svo mjög vel fyrir þetta verkefni og þá sérstaklega vegna þess að grifflurnar eru handa mér sjálfri. ;-)

Teppið sem að sést aðeins í undir grifflunum er í vinnslu og á að klárast fyrir jólin. Humm við sjáum nú til með það ;-)

Bestu kveðjur úr Borgarfirðinum, og ég vil bjóða alla velkomna á þessa síðu.

Edda Soffía

 

Related Posts with Thumbnails