Um daginn var ég að suma eitthvað fallegt á gömlu sumavélina mína (sem er ekkert gömul) þá birtist allt í einu nýji meðlimur fjölskyldunnar og þurfti smá athygli.
Ég mátti til að taka mynd af
litlu kisu, þar sem hún stillti sér upp fyrir framan saumavélina og fannst alveg að ég gæti talað við hana eins og að vera að sauma. ;Ð En svo var ég ekkert spennandi lengur þegar að ég var komin með myndavélina og ekkert hreifðist lengur, svo að hún fór bara að horfa út um gluggan. Litla kisa kom til okkar þegar að maðurinn minn átti að aflífa hana en við féllum alveg fyrir henni og björguðum henni. Hún á að heita Björg, en af einhverri ástæðu festist það nafn ekki við hana og því er hún alltaf kölluð
litla kisa. Hún er allveg frábær, kelin og góð og svo malar hún svo hátt að ég kalla hana stundum Malla litla. ;þ
Nú er ég semsagt búin að fá nýja útsaumsvél sem er náttúrulega allveg frábær. Ég er búin að vera að æfa mig á öllum útsaumnum og læra á hana alla daga, en á langt í land að vera orðin góð. Ég ætla að setja inn mynd af einhverju sem að ég er búin að vera að æfa mig á fljótlega svo að þið getið séð hvað gripurinn getur gert. ;þ
Bestu kveðjur úr Borgarnesi
Edda Soffía