Þarna fáið þið að sjá skrímslabuxurnar tilbúnar, með augum og tönnum. Sætar, er það ekki ;o)
Þetta er hyrna sem ég gerði handa einni dótturinni, sem á afmæli á morgun. Hún er grænni en allt sem er grænt.. ;o) Ég gerði þessa hyrnu úr Kauni garninu, sem er bara æðislegt að prjóna úr, maður veit aldrei hvaða litur kemur næst, sem er svo spennandi.
Þessa broddgelti gerði ég í vikunni og er svo skotin í. Þeir fara í pakka hjá einum litlum snáða sem amma þekkir. Það er á hreinu að ég á eftir að gera fleiri svona (búin með einn og annar á leiðinni, eftir að troða og sauma saman).
Að lokum ætla ég að sína ykkur kort sem ég gerði í gær og finnst svo skemmtilegt. Það er eins og bók, sem ég saumaði svo kerta mynd á.
Þetta er nú allt í dag, ég sýni ykkur meira seinna.
Hafið þið það sem allra best.
Kv Soffía frænka