Jæja nú er nú ekki mikið að segja hérna á Þórðargötunni, fimmtudagur og ég þarf ekki að vinna, sækja börnin eða gera neitt nema það sem ég vil sjálf. Gunnar er að vinna í allan dag og því er ég ein að dunda mér. Í morgun er ég búin að vera að breyta síðunni minni og fikta svolítið og prófa eitthvað nýtt. Svo er ég líka búin að lesa bloggin sem ég hef gaman af hjá mínum góðu vinum og vandamönnum. Alltaf gaman að því.
Í gær var ég í vinnunni og lærði að perla eins og konurnar eru alveg rosa klárar að gera. Ég fór að sjálfsögðu í búðina og keypti það sem til þurfti og byrjaði að perla. Þetta gekk svo vel að ég kláraði næstum því hring til að setja á kertastjaka fyrir jólin voða fallegur, en svo skildi ég ekkert í því að grænu perlurnar voru komnar út um allt borð og þegar ég fór að gá þá var allt að detta í sundur og ég mátti rekja allt upp. ARRRRG. Jæja en Karlotta mín var að fylgjast með mömmu sinni og skildi ekkert í því að ég væri ekki reið yfir þessu, ég sagði henni auðvitað, barninu, að maður ætti ekki að reiðast yfir svona löguðu og brosti voða sætt (ekki inni í mér, þar voru öskur og læti). En í morgun byrjaði ég svo upp á nýtt.
Núna er ég líka farin að hafa áhyggjur af bókinni minni sem á að vera tilbúin eftir svona hálfan mánuð, útprentuð. Hún er ekki næstum því tilbúin. Það þýðir ekkert að vera að þessu slóri, nú er bara að fara að taka til hendinni og klára þetta verkefni.
Þetta er orðið gott í bili.
Until next time
Thursday, November 13, 2008
Monday, November 10, 2008
Gull og 2 silfur
Það var Lottómót í dans um helgina, og stelpurnar mínar unnu báðar silfur í standard Ballroom. þetta var alveg frábært þar sem Karlotta og Stella eru nýlega byrjaðar að dansa saman og ekki verið neitt að æfa aukalega. Amelia og Stefnir fóru auðvitað á kostum og unnu silfur í Ballroom og gull í latín. Þau voru búin að vinna sér þetta inn, þar sem þau eru svo dugleg að æfa sig og hafa verið svo samviskusöm.
Mamman var auðvitað þarna að horfa á lillurnar sínar allan daginn, en eftir svona 10 tíma törn þá var mín nú orðin heldur leið. Við lögðum af stað heim og keyptum okkur samlokur og nammi á leiðinni og vorum komnar heim kl 10:30 um kvöldið. Karlotta mín var sofnuð áður en 10 mín voru liðnar frá því að við komum heim og við Amelia nokkrum mínútum síðar.
En sigurvíman entist alla helgina og er ekki farin af okkur ennþá. Í firrakvöld vorum við svo að horfa á fréttir og vitir men, var ekki sýnt frá danskeppninni og Amelia og Stefnir komu þarna í sjónvarpið og aftur daginn eftir í einhvern íþrótta þátt. Gaman gaman.
Mamman var auðvitað þarna að horfa á lillurnar sínar allan daginn, en eftir svona 10 tíma törn þá var mín nú orðin heldur leið. Við lögðum af stað heim og keyptum okkur samlokur og nammi á leiðinni og vorum komnar heim kl 10:30 um kvöldið. Karlotta mín var sofnuð áður en 10 mín voru liðnar frá því að við komum heim og við Amelia nokkrum mínútum síðar.
En sigurvíman entist alla helgina og er ekki farin af okkur ennþá. Í firrakvöld vorum við svo að horfa á fréttir og vitir men, var ekki sýnt frá danskeppninni og Amelia og Stefnir komu þarna í sjónvarpið og aftur daginn eftir í einhvern íþrótta þátt. Gaman gaman.
Subscribe to:
Posts (Atom)