Wednesday, March 6, 2013

Snjódagur

Teppið góða stækkar óðum

 

Ein og ein bætist við

 

Litla kisa að fylgjast með

 

Það sést ekki út um gluggan hjá mér

Ég er búin að vera í Njarðvíkunum að passa frá því á sunnudag og kom svo heim í gær. Eins og ég hef gaman af því að vera hjá Birgittu minni og passa krakkana og vera amma í nokkra daga, þá er líka svo gott að koma heim og hugsa um mitt. Ég vaknaði í morgun við það að Karlotta mín bað mig að keyra sig í skólann. Þegar að ég leit út sá ég ekki neitt nema snjó. Það sást ekki á milli húsa hérna og eins gott að ég keyrði hana. Núna er orðið albjart og eins og þið sjáið þá sést lítið út um gluggan í stofunni hjá mér.

En þetta er auðvitað bara góður dagur til þess að gera handavinnu og ég er líka búin að vera að því. Það hafa bæst við nokkrir bútar í teppið, það stækkar óðum og verður ægilega fínt í sumar þegar að við Gunnar förum á stúfana. Erum alveg ákveðin í því að fara á strandirnar eins og í fyrra. Það er einhvern veginn öðruvísi að ferðast bara tvö, ekki með stelpurnar. Þær eru orðnar svo fullorðnar að þær vilja ekki ferðast með okkur innanlands. ;)

Bestu kveðjur úr Borgarnesi

 

3 comments:

Handmade and off-centered said...

Teppið er æðislegt hjá þér! Þvílíkt verður í dag en upplagt að vera inni í kósýheit að hekla :)

xoxo

Helga said...

Ég vildi óska þess að það væri svona snjór hjá okkur...öfund.is (eða .com fyrst ég er í Ameríku lol). Rosalega flott teppið hjá þér :)

Anonymous said...

Guð hvað þetta er fallegt Edda!! Dásamlegt að sitja inni í svona veðri og "mega ekki" fara út... þurfa hvergi að vera og ekkert að gera... nema handavinnu! :)
Falleg myndataka og birta... girnilegt!

Related Posts with Thumbnails