Monday, June 30, 2008

Ég fer í fríið!!!!

Ég er núna búin að senda ritgerðina mína til leiðbeinandans og er hætt að hugsa um hana þar til 10 júlí. 
Núna erum við að fara til Árna og Siggu í skírnina og ætlum að vera tvo til þrjá daga á leiðinni. Við tökum með okkur tjaldvagninn og ætlum að skoða allt sem okkur dettur í hug á leiðinni. Stelpurnar koma með okkur og við erum öll rosa spennt. en spurningin er, hvernig er hægt að treina sér ferðina á Djúpavog í þrjá daga? Huuummmmm ég veit ekki, en það tekst, svo komum við á fimmtudagskvöld á Djúpavog og skírnin er svo á föstudag kl 11:00 svo skírnarveislan og síðan leggjum við að stað hringinn..... Jæja eða einhvernvegin svoleiðis. 
Við erum allavega komin í sumarfrí (hann allavega) í tvo mánuði

Related Posts with Thumbnails