Thursday, June 24, 2010

Bútasaumur og fleira

Um daginn saumaði ég mér tösku úr Quiltbúðinni. Ég sá konu sem var að sauma svona tösku og langaði strax í svona. Ég pantaði mér pakka og saumaði eina strax. Ég er alveg ánægð með hana og finnst hún voða falleg, en... (alltaf), Hún er svo löng og mjó einhvern veginn. Æ maður getur alltaf fundið eitthvað að öllu. Litirnir eru akkúrat fyrir mig og blómin alveg frábær og svo stakk ég þau í vélinni minni.

Ég er líka að myndast við að gera svona veski undir prjónana mína og gengur ágætlega núna. Ég var búin að sauma þetta allt og líkaði ekki við það sem að ég var búin að gera. Einn daginn vaknaði ég og vissi hvað ég ætti að gera. Spretta öllu upp. Já öllu nema körfunni, kisu og hnyklunum. Haldfangið var allt og stutt hjá mér og handsaumurinn ekki nógu vel gerður og allt þar fram eftir götunum. Nú er ég sem sagt búin að þessu og get haldið áfram að sauma og gera fínt. ;o) Takið eftir að ég var að prófa að sauma nafnið mitt í saumavélinni minni, voða fínt en aðeins of fínlegt fyrir bútasaum finnst mér.

Núna um helgina fer ég á Blönduós á námskeið í útsaum ( það veitir ekki af að læra það). Ég er voða spennt að fara þetta og Gunnar minn ætlar að koma með mér til þess að ég sé ekki að keyra þetta ein. Við ætlum að leigja okkur lítið hús og skreppa á Sauðárkrók á laugardagskvöldið í afmæli. Gunnar á frænda á Skagaströnd og heimsækir hann sennilega á meðan að ég er að sauma. Ég held að þetta verði voða skemmtileg og góð helgi hjá okkur.
Related Posts with Thumbnails