Sunday, February 1, 2009

SunnudagurJæja nú er komin helgi og við bara að slappa af hérna heima og stelpurnar eru búnar að vera að horfa á Húsið á sléttuni alla helgina. Ég er búin að prjóna vesti á Diamond og sendi Árna með það til Birgittu núna áðan. Svo er ég nú líka búin að uppgörta prjónasíðu á netinu og þar eru fullt af hugmyndum. Þar sá ´ég litla prjónaða skó sem að ég varð auðvitað að prófa og þeir eru æðislega fínir (heppni að Fjóla á að eiga barn núna í febrúar). Annars er ég búin að vera að reyna að manna mig upp í að prjóna eitthvað á litla barnið til þess að stelpurnar geti gefið þeim. Barnið kemur ekki fyrr en 23, feb. svo að ég hef ennþá tíma. Svo er það auðvitað vinnan mín, ég verð að finna upp á einhverju til að sína dömunum mínum og þá helst eitthvað fyrir páskana. Ég er búin að finna perluunga og egg sem að ég sýni þeim þegar að ég er búin að gera það. Set kanski mynd af því hérna ef að það klárast. Annars gerði ég hring á kertastjaka handa okkur Birgittu og það heppnaðist nokkuð vel, finnst mér allavegana. Hérna eru myndir af því, bara að gamni.
Related Posts with Thumbnails