Tuesday, November 10, 2009

Jólabjöllur og fl.

Ég gerði 10 jólabjöllur í firra og setti upp í eldhúsinu mínu, glugginn er svo stór að ég sá það eftirá að ég hefði átt að gera 20 ljósa seríu. Nú ætlaði ég að vera voða sniðug og heklaði 10 í viðbót en nennti ekki niður í bílskúr að sækja seríuna frá því í firra þar til ég var næstum búin og þá auðvitað sá ég hvað ég hafði gert. Af því að ég á í einhverjum erfiðleikum með að fylgja mynstri, þá hafði ég breitt og bætt fínu bjöllurnar í firra og gerði svo nákvæmlega eftir uppskriftinni í ár, svo að þá eru þær auðvitað ekki eins ;o) En það er nú allt í lagi því að þetta tekur bara eina kvöldstund að gera og einhver græðir bara á þessu og fær voða fína jólabjölluseríu í ár.

Í gær vorum við Birgitta mín að tala um jólafötin á krakkana hennar. Eftir miklar bollaleggingar var ákveðið að amma prjónaði vesti á litla karlinn og ermar á Belluna. Það var svo ákveðið að vestið yrði rautt og hvítar rendur í stroffinu og ermarnar hvítar. EEnnnn amma fór í búðina að kaupa rautt og hvítt í vestið, þá sá ég að steingrátt var svo fínt með rauðu að ég breytti þessu aðeins. Svo kom ég heim og byrjaði að fitja upp með steingráu garni sem að ég átti og þá var hægt að skila þessari dokku sem að ég var að kaupa. En vitir menn, nú fannst ömmu svo flottur steingrái liturinn að ég hringdi í mömmuna og sagði henni að vestið yrði mikið fallegra steingrátt og með einhverjum öðrum lit í stroffinu. Mamman er svo græn að það var ákveðið að hafa fallega grænan lit með og svo væri þetta mikið sniðugra þá er hægt að nota vestið allt árið þegar maður á að vera fínn. Hérna getið þið séð byrjunina á þessu vesti og amma er að fara út í búð að skipta öllum litunum sem ég keypti í gær því að ég átti nóg í heilt vesti. Svona á maður allt mögulegt ofan í kistu, þegar maður fer að gramsa.Takk fyrir og hafið það sem allra best
Kv Soffía frænka
Related Posts with Thumbnails