Saturday, March 23, 2013

Saumadagur

 

 

 

 

 

 

Sælar

Nú hef ég verið að prófa að gera þessa tösku, sem að er í laginu eins og stórt pennaveski og ekkert mál að gera hana í þeirri stærð sem að hentar. Ég valdi svolítið erfitt efni, því að það er svo erfitt að finna eitthvað (hjá mér) sem passar við litinn. En það var ekkert mál þá var þetta bara gert einlitt. Í gegn um tíðina hef ég ekki verið alveg sátt við bláa litinn og því er ég að reyna að sættast við hann. Ég notaði því gamaldags bláan lit í útsauminn og ég held að þetta hafi komið nokkuð vel út. Ég tók mynd af öllum endum svo að hægt væri að sjá þetta vel. Á mánudagskvöldið hittumst við vinkonurnar svo til að sauma og þá ætlaði ég að kenna þeim þetta :-)

Páskaliljuna fann ég einhversstaðar á bloggi og var svo vitlaus að ég gleymdi að geyma slóðina svo að núna finn ég hana ekki. Ekki gott. Hún er voða skemmtileg, en ég get nú ekki séð hvað ég mundi nota hana í. En ég er svo forvitin að ég þarf alltaf að prófa ef að ég sé eitthvað skemmtilegt.

Græna og appelsínugula garnið á að fara í turtles húfi á barnabarn. Ég er með hugmynd sem að ég ætla að prófa að framkvæma. Það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því. Ég kanski sýni ykkur hana ef að ég man eftir að taka mynd. ;)

En þetta er nú gott í bili, veðrið er yndislegt og þvotturinn blaktir á snúrunni og önnur vél búin.

Bestu kveðjur úr Borgarfirðinum

Edda Soffía

 

Related Posts with Thumbnails