Wednesday, November 3, 2010

Hexagon miðvikudagur


Ég ætla að gera löber í eldhúsið hjá mér og þarf að gera 29 hexagon blóm. Þetta er auðvitað ekkert mál hjá sumum, en hjá mér er þetta stórmál. Ég hef aldrei gert hexagon áður og er svo hrædd um að ég geri þetta ekki, svo að ég skráði mig inn á hexagon miðvikudaga á netinu. Þetta er gott því að ég verð að gera allavegana eitt hexagon blóm á viku. Það tæki mig 29 vikur, svo að það er eins gott að ég geri nokkur á viku ;þ svo að þetta verði einhvern tíman búið.
Bestu kveðjur úr Borgarnesi
Edda
Related Posts with Thumbnails