Friday, October 15, 2010

Jólavestin á strákana


Mér datt nú svona í hug að þið hefðuð gaman af því að sjá útsýnið hjá mér hérna í Þórðargötunni. Ég fór út á svalir og tók þessa mynd , en ég sé þetta líka út um stofugluggan minn. Ótrúlega flott útsýni hérna.Nú er ég að gera vesti handa litlu körlunum hjá mér fyrir jólin. Ég hef ákveðið að þrír minnstu mennirnir verði í rauðu vesti um jólin. ;þ Mömmurnar samþykktu það sem betur fer. hjúkk... Jæja en nú er Kobes búið og Diamonds næstum búið og ekki til meira rautt Dalagarn í Borgarnesi, svo að ég verð að bíða með Birkis vesti þar til í næstu viku eða svo.
Related Posts with Thumbnails