Wednesday, December 30, 2009

Jólaprjón

Ég var búin að kaupa mér Kauni garn í október eða nóvember sem ég ætlaði að prjóna úr yfir jólin. Ég hafði séð þetta mynstur í hyrnu og varð að gera hana á mig. Uppskriftina fékk ég svo seinna og geymdi þetta í kistunni minni svo að ég færi nú ekki að stelast til að byrja. Jæja en svo komu nú jólin og allar gjafir búnar sem ég ætlaði að gera, svo að ég byrjaði og byrjaði og byrjaði. ;o) Ég gat semsagt ekki fengið þetta til að ganga upp hjá mér, bara hreinlega skildi ekki uppskriftina og rak upp ábyggilega 6-7 sinnum. En vitir menn allt í einu þegar ég var ein og engin truflun kom þetta á annan í jólum og ég hætti ekki fyrr en ég var búin í gær, þvoði hyrnuna mína fínu og lagði (ekki á gólfið nei...) á ofninn því að mér lá svo á að byrja að nota hana. ;o) Þetta er sennilega kallað óþolinmæði eftir að þurfa að pína mig síðan í október. ;o) Hérna er hún sem sagt og er voða fín en mætti vera stærri að mínu áliti.




Nú þegar ég var búin þá fór ég í búðina og keypti meira garn auðvitað. Ég keypti í sokka á stelpurnar mínar litlu og hyrnur á þær líka. Ég hafði séð poppkornsgarn í útprjónuðum sokkum sem mér fannst svo flott, það var í Dalagarns blaði nr 179, prjónað úr Falk og poppkorn.


Það er svo gaman að prjóna þá að ég er búin með annað parið og byrjuð á næsta. Sú yngri er svo hrifin af appelsínugulum lit að ég keypti þann lit handa henni í bæði hyrnuna og sokkana og svo er hin svo bleik að það er hennar litur í sokkunum og hyrnunni hennar. Þær koma heim 5 janúar svo að mamma ætlar að reyna að vera búin að prjóna þetta allt þá


Jæja nú verð ég að halda áfram, svo að þetta klárist nú fyrir lillurnar mínar.
Kv Soffía frænka

Wednesday, December 23, 2009

Hó hó hó


Ég óska öllum í bloggheiminum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Verum duglegar í handavinnunni um jólin.

Jólakveðja
Soffía frænka

Monday, December 21, 2009

Jólatréið komið upp ;o)

Nú eru jólin að koma og tréið mitt fallega komið upp. Þessi mynd er síðan í firra, en tréið er á sama stað og alveg eins skreitt. Ég er alltaf jafn spennt þegar það er komið upp því að mér finnst það alltaf jafn fallegt svo að ég ákvað að deila því með ykkur. Er ekki einhver málsháttur sem segir að hverjum finnist sinn fugl fagur, þó að hann sé bæði ljótur og magur. Ég held að það eigi við jólatréin okkar líka sem er gott því að það þýðir að við erum ánægð með okkar. ;o)



Svona að gamni, þarna er ég að gera það sem ég er alltaf að gera......



Hafið þið það nú gott
Kv Soffía frænka

Thursday, December 17, 2009

Jólagjafir......

Nú er komið að því að ljóstra upp hvað ég er búin að vera að gera undanfarið. Nú eru að koma jól svo að allir verða að fá eitthvað prjónað og ég er búin að vera að prjóna í allt haust. Pakkarnir eru komnir til Ameríku og í þeim eitthvað fallegt. ;o)
Nú hef ég verið að prjóna lopapeysur handa Gunnari og Ameliu. Amelia varð allt í einu að fá lopapeysu áður en hún fer til Ameríku, svo að mamma varð að drífa sig að prjóna eitt stykki peysu handa barninu. Hún vildi hafa hana svarta, gráa og hvíta, með síðum bjölluermum og fallegum tölum. Ekkert mál hún er búin og Amelia voða ánægð með mömmu sína.



Ég er nú ekki viss um að þið sjáið þetta vel, en ég læt þetta frá mér svona. ;o) Þetta eru blómin frá prjóniprjón sem eru svo þjóðleg og falleg. Þetta er líka svo fljótlegt og skemmtilegt að gera að ég er búin með nokkrar og allir góðir fá svona í pakkann sinn. Myndin er nú ekki sem best, ég kann ekki að taka flassið af svo að ljósin njóta sín ekki, en trúið mér, þetta er ótrúlega fallegt. Upphaflega sá ég þetta á síðunni hennar Hellenar og féll algerlega fyrir þessu. Þið ættuð að kíkja á síðuna hennar, hún gerir svo fallega handavinnu. Takk fyrir öll kommentin Hellen mín, það er alltaf svo gaman að fá þau.
Já og konurnar í félagsstarfinu eru allar að hekla svona, meira að segja þær sem ekki kunnu að hekla þær lærðu það bara. ;o)



Þetta var í mogganum á laugardaginn og er alveg að slá í gegn. Ég varð auðvitað að prófa og þetta fer líka í einhverja pakka. Frábært.



Svo er alltaf svo gott að fá vettlinga og húfur í pakkann sinn, eða er það bara að mér finnst svo gaman að allir fái marga pakka, hummm.... ég veit ekki en eitthvað er það nú sem lætur mig prjóna eins og vitlaus manneskja á haustin. ;o)



Jæja en nú er þetta komið nóg í bili, ég verð að halda áfram að gera handavinnu, jólin eru ekki komin ennþá ;o)

Kv Soffía frænka
Related Posts with Thumbnails