Wednesday, August 13, 2008

Nú er þetta að verða búið

Jæja nú er ég að prenta út ritgerðina og búin að tala við prentarann, henn er að gera forsíðuna fyrir mig og svo ætlar hann að binda ritgerðina inn fyrir mig. Jibbý það sem ég verð ánægð. Þetta er voða skrítin tilfinning að vera svona næstum búin með þennan áfanga í lífinu. Fyrst af mínu fólki til að klára háskólapróf, hummmm.... það er sko gaman. 
Jæja en semsagt C kom og þreif hérna hjá okkur í dag, það er alltaf svo gott þegar hún kemur. Hún hefur ekkert komið í sumar og við ekkert heirt í henni, en mamma hennar dó svo að hún fór út í jarðaförina og stoppaði eitthvað hjá fjölskyldunni. En það er allavegana gott að hún er komin aftur. 
M út á enda kom í heimsókn í dag, J er á Reykjalundi að ná sér eftir hjartaaðgerðina í vor og kemur bara heim um helgar. Hún fékk nýlagaða hjónabandsælu og kleinur. Ég var að taka hjónabandsæluna út úr ofninum þegar hún kom, það var nú ágætt því að hún M er svo myndarleg húsmóðir að maður fær alltaf veislu þegar maður kemur til þeirra. 
Í gærkveldi fór ég í handavinnuhúsið að prjóna aðeins með konunum, GG fór á meðan til vinar síns sem var að koma úr aðgerð. ég kom svo heim kl 10 og fór þá á tölvuna og vitir menn þar voru litlu stelpurnar mínar á tölvunni, svo að mamma fékk að sjá þær og tala við þær. 
Related Posts with Thumbnails