Thursday, January 2, 2014

Gleðilegt nýtt ár

 

Jólatréið mitt í ár var svolítið öðruvísi en venjulega. Í gegn um árin hef ég safnað mikið af jólaskrauti sem minnir mig á Viktoríu tímabilið. Á hverju ári dáist ég af jólatréinu og finnst það fallegra en mig minnti frá árinu á undan. Ég hef oftast notað hvítar seríur en í ár aftur á móti setti ég seríu með alls konar litum og af einhverjum orsökum sé ég ekkert nema bláu ljósin. Í ár er fyrsta árið sem ég man eftir að mér finnst jólatréið ekki flott og get ekki beðið eftir því að taka það niður. Skrítið hvernig maður er.

 

 

 

 

Þar sem von var á litlu barnabarni í desember, þurfti amma auðvitað að prjóna svolítið mikið og svo meira í viðbót. Gat ekki hætt og prjónaði náttúrulega allt of mikið og allt á ungabarn.

En svo kom þessi líka myndarlega litla stelpa á gamlársdag kl 17:10 og vó hvorki meira né minna en 5080 grömm sem eru rúmar 20 merkur og var 58 cm löng. Sannkölluð áramóta sprengja hjá okkur hérna í fjölskyldunni. Svo ofan á allt saman var henni gefið nafn og þá fékk amma nöfnu. ;-)

Yndisleg lítil Abagile Soffía.

Getur árið hafa endað betur ;-) nei það held ég ekki, nema til að gera þetta enn þá fullkomnara þá fengu amman og afinn að passa hin þrjú systkynin. Fullkomið.

Bestu kveðjur

Edda Soffía

 

Related Posts with Thumbnails