Wednesday, February 6, 2013

Fíni stóllinn hennar Helgu minnar

Núna í janúar fór ég í heimsókn til Helgu minnar og strákanna í Ameríku. Helga er í skóla annan hvern dag og strákarnir fara að sjálfsögðu í skólann á morgnana líka. Þar af leiðandi var ég ein heima í nokkra klukkutíma þá daga. Ég varð að sjálfsögðu að finna mér eitthvað að gera og var svo heppin að Helga mín keypti sér stól sem að þurfti að yfirdekkja. Ég gerði það þá þegar að hún var í skólanum og þetta heppnaðist bara nokkuð vel.

Þegar að maður er vanur að vera alltaf með eitthvað í höndunum þá kemur margt skemmtilegt út. Ég sá svo flott garn í einhverri búð og keypti það og fór strax að hekla blómapúða. Hann kom svo vel út í nýja stólnum hennar og hún er svo ánægð með þetta sem betur fer. 😄

Related Posts with Thumbnails