Friday, March 29, 2013

Páskafrí á Akureyri
Nú er ég á Akureyri. Við höfum farið í mörg ár um páskana á skíði á Akureyri og þetta er orðin eins konar hefð. Þau fara upp í fjall en ég er niður í bæ að skoða lífið. Í gær fór ég niður í bæ (og þá meina ég "niður") því að það var eins og að klífa fjall að labba upp gilið aftur. En ég átti góðan dag, sat í Eymundson og las bók í langan tíma og endaði á að kaupa hana. Svo gekk ég um bæinn og naut lífsins í góða veðrinu. Það voru ekki margar búðir opnar en ég náði að skanna þær flestar. ;)
Ég tók með mér heklubútana fallegu sem að ég veit ekki ennþá hvað verður úr og lopapeysu sem þarf að vera búin fyrir Reiðhallarballið sem verður einhvern tíman í endaðan apríl. Peysan gengur vel ég er næstum komin upp að ermum, en ég hef ekki tekið upp heklið. Á myndinni hér fyrir ofan sjáið þið heklið, er þetta ekki æði? Ég fæ bara ekki nóg af því að gera þessa búta og svo það sem að er ekki minna skemmtilegt er að horfa bara á þá. Skrítin ég veit, en það er partur af handavinnunni hjá mér. Að horfa.
Hérna fyrir ofan setti ég líka mynd af bútasaumnum sem að ég er að gera, "trip around the world" ég er mjög ánægð með litina, þeir eru akkurat það sem talar til mín núna. Ég má hafa mig alla við að sauma þetta teppi því að ef að ég geri teppi á rúmið mitt þá þarf ég átta í lengd og átta í breidd. Það gera 64 bútar og það ætti að klára allt ljóst efni sem að ég á. Nei annars ég held að ég þurfi að versla smá ;-) Gott.
Annars sendi ég bara bestu kveðjur frá Akureyri
Edda Soffía
Follow my blog with Bloglovin

Related Posts with Thumbnails