Saturday, January 25, 2014

Lítil ömmustelpa

 

Hérna fáið þið að sjá litlu ömmustelpuna mína, í prjónaðri samfellu frá ömmu og fallega heklaða teppinu frá mömmu sín. Hún er svo vær og góð, bara sefur og borðar. Fullkomin lítil prinsessa. ;-)

Eins og þið vitið kanski þá vinn ég stundum í hannyrðaverslun hér í Borgarnesi og þá á konan mjög erfitt. Allir þessir litir og allt þetta garn, ohhhh. Ég set alltaf hrúgu af litum fyrir framan mig og svo læt ég mig dreyma um allt það sem ég gæti gert úr þessum litum.

T.d. var ég með þessa fallegu sexhyrninga í huga þegar ég valdi þessa liti. Ég keypti auðvitað nokkrar dokkur og byrjaði að hekla. Þetta kom svo vel út að ég er að hugsa um að hafa þetta sem verkefni í langan tíma, eða sem sagt hekla eina dúllu á dag allavegana fimm daga í viku

Þessa mynd fékk ég hjá Cocorose frábært blogg sem ég les alltaf.

Bestu kveðjur úr Borgarnesi

 

Related Posts with Thumbnails