Thursday, November 25, 2010

Handavinnan á dagskrá í dag
Ég er búin að vera voða dugleg í handavinnunni þó svo að ég hafi ekki verið að blogga um neitt sérstakt.
Ég hafði ákveðið að prjóna á nokkur af barnabörnunum mínum fyrir jólin. Ég gerði vesti á Diamond og Kobe og peysu á Bellu, allt í sama munstri og lit, svo komu Árni og Sigga Eva með litla Birkir og þeim leist svo vel á vestin að ég er að gera á hann núna. Peysan hennar Bellu minnar var svo mikið verk (eða alla vegana var ég svo lengi að prjóna hana) að ég hef ekki prjónað mikið annað en það núna undanfarið.

En þó svo að ég sé ekki að prjóna þá er ég að bútast alveg á fullu og nýjasta verkefnið sem ég er að gera er þessi löper. Ég var búinað sjá svo marga svona á bloggum og þá sérstaklega frá Noregi. Þetta er snið eftir AnnaKa og við slóum þrjár saman og pöntuðum okkur nokkur snið frá Lappedilla. Þau eru hvert öðru fallegra og ég er líka byrjuð á uglulöper sem ég ætla að gefa í jólagjöf.
Ég er nú ekki alveg búin með þennan löper,á eftir að setja bindinguna utanmeð og sauma aðeins í höndunum, en ég ákvað að sýna ykkur þetta strax.
Svo eru það nú blessaðir hexagonarnir mínir. Þeir eru nú orðnir sjö talsins. Í upphafi ætlaði ég að hafa þá alla frekar litlausa (pastel) og ljósa en þeir eru nú að breitast hjá mér eins og þið sjáið ;þ
Nú ætla ég að drífa mig upp að sauma meira.
Bestu kveðjur úr Borgarnesi
Edda

Wednesday, November 17, 2010

Hexagon miðvikudagur aftur


Ég skammast mín nú fyrir að sýna þetta, en ég er búin að vera að gera annað undanfarið. Ég er allavegana búin að gera fjögur blóm og vonast til að vera duglegri á komandi vikum. Í síðustu viku gerði ég þessi tvö blóm sem hafa bæst við og ekkert í þessari viku svo að það er eitt blóm á viku núna. ;þ

Ég er að vinna að teppi frá Virku og hef fengið tvo pakka á tveggja mánaða fresti og hef ekki verið mjög dugleg við. En nú er ég sem sagt að klára það teppi, ásamt öllu því sem ég er að prjóna auðvitað, en engar myndir eins og er, en ég bæti það nú upp þegar ég verð í stuði næst.

Kveðja úr Borgarnesi
Edda

Wednesday, November 3, 2010

Hexagon miðvikudagur


Ég ætla að gera löber í eldhúsið hjá mér og þarf að gera 29 hexagon blóm. Þetta er auðvitað ekkert mál hjá sumum, en hjá mér er þetta stórmál. Ég hef aldrei gert hexagon áður og er svo hrædd um að ég geri þetta ekki, svo að ég skráði mig inn á hexagon miðvikudaga á netinu. Þetta er gott því að ég verð að gera allavegana eitt hexagon blóm á viku. Það tæki mig 29 vikur, svo að það er eins gott að ég geri nokkur á viku ;þ svo að þetta verði einhvern tíman búið.
Bestu kveðjur úr Borgarnesi
Edda
Related Posts with Thumbnails