Thursday, April 15, 2010

Þæfingar námskeið


í þessari viku hef ég verið á námskeiði í þæfingu hjá Snjólaugu í Brúarlandi og lært mikið. Við gerðum allar tösku og vorum allar hver annari ánægðari með töskurnar okkar.
Ég valdi dökk gráan lit á mína tösku og var svona pínu stressuð að hún væri kanski svolítið plein, en svo þegar ég fór að setja munstur á hana og tölu , sem er steinn rosa flott, þá kom hún svona líka flott út eins og þið sjáið.
Ég var búin að setja græna litinn á hana og fannst hún ekki vera að gera sig þegar ég var að pakka niður til að fara heim, þá setti einhver laxableikt (eða appelsínugult) á hana og þegar ég kom heim setti ég það á og þar með var ég ánægð.

Bestu kveðjur

Wednesday, April 14, 2010

Sokkar á tvo prjóna.

Jæja nú ætla ég að sína ykkur sokka sem ég prjónaði um daginn. Þeir eru prjónaðir á tvo prjóna og eru svo auðveldir að krakkarnir geta auðveldlega prjónað þá.
Ég fékk uppskriftina í vinnunni í haust og ætlaði alltaf að prjóna svona fyrir konurnar til að sína þeim þetta. Nú er ég semsagt búin og það tók nákvæmlega til R-víkur að prjóna annan og heim fyrir hinn. Ég saumaði svo saman einn sokkinn og hef hinn ósamansattan til þess að þær sjái hvernig þetta er gert.
Ég veit ekki hver gerði uppskriftina og því þori ég ekki að setja hana hérna á bloggið en ef þið hafið áhuga þá hefið þið bara samband við mig.
Bestu kveðjur

Tuesday, April 13, 2010

Fallegir vettlingar


Um daginn gerði ég heklaða vettlinga á Ameliu eins og ég gerði á Löngumýri. Þeir voru svo fallegir á litinn, fjólublár tvöfaldur lopi, voða sætur. Á meðan ég var að hekla þá fór hugurinn á flakk og ég sá fyrir mér blúndur koma upp eins og það væru aðrir vettlingar innundir. Svo sá ég líka fyrir mér blóm og laufblöð og fallegar perlur. Nú eins og þið sjáið þá varð þetta allt til í höndunum á mér og ég er ægilega ánægð með útkomuna. Fallegir vettlingar og Soffía frænka ánægð, það gerist ekki betra. :O)
Ég fór með þá í vinnuna og konurnar mínar voru alveg heillaðar. Ég lét eina konuna vera handmótel og hún var alveg frábær í því. Hver segir að þú verðir að vera 20 ára til að vera mótel ;o) þessi er á níræðis aldri.

Related Posts with Thumbnails