Wednesday, April 14, 2010

Sokkar á tvo prjóna.

Jæja nú ætla ég að sína ykkur sokka sem ég prjónaði um daginn. Þeir eru prjónaðir á tvo prjóna og eru svo auðveldir að krakkarnir geta auðveldlega prjónað þá.
Ég fékk uppskriftina í vinnunni í haust og ætlaði alltaf að prjóna svona fyrir konurnar til að sína þeim þetta. Nú er ég semsagt búin og það tók nákvæmlega til R-víkur að prjóna annan og heim fyrir hinn. Ég saumaði svo saman einn sokkinn og hef hinn ósamansattan til þess að þær sjái hvernig þetta er gert.
Ég veit ekki hver gerði uppskriftina og því þori ég ekki að setja hana hérna á bloggið en ef þið hafið áhuga þá hefið þið bara samband við mig.
Bestu kveðjur

3 comments:

Handmade and off-centered said...

Já móðir góð, ég væri alveg til í uppskrift af þessum sokkum.
Sniðugt!

Doct said...

Sæl Edda Soffía,
finnst þessir sokkar alveg snild, er möguleiki af fá uppskriftina hjá þér?

Kv
Hanna Vilhjálmsdóttir
email hannav@fss.is

gugga said...

Sæl Edda Soffía
Mig langar til að prufa uppskriftina af sokkunum þínum á tvo prjóna, má ég fá hana senda ?
Kv Andrea

Related Posts with Thumbnails