Monday, November 10, 2008

Gull og 2 silfur

Það var Lottómót í dans um helgina, og stelpurnar mínar unnu báðar silfur í standard Ballroom. þetta var alveg frábært þar sem Karlotta og Stella eru nýlega byrjaðar að dansa saman og ekki verið neitt að æfa aukalega. Amelia og Stefnir fóru auðvitað á kostum og unnu silfur í Ballroom og gull í latín. Þau voru búin að vinna sér þetta inn, þar sem þau eru svo dugleg að æfa sig og hafa verið svo samviskusöm.
Mamman var auðvitað þarna að horfa á lillurnar sínar allan daginn, en eftir svona 10 tíma törn þá var mín nú orðin heldur leið. Við lögðum af stað heim og keyptum okkur samlokur og nammi á leiðinni og vorum komnar heim kl 10:30 um kvöldið. Karlotta mín var sofnuð áður en 10 mín voru liðnar frá því að við komum heim og við Amelia nokkrum mínútum síðar.
En sigurvíman entist alla helgina og er ekki farin af okkur ennþá. Í firrakvöld vorum við svo að horfa á fréttir og vitir men, var ekki sýnt frá danskeppninni og Amelia og Stefnir komu þarna í sjónvarpið og aftur daginn eftir í einhvern íþrótta þátt. Gaman gaman.
Related Posts with Thumbnails