Thursday, June 24, 2010

Bútasaumur og fleira

Um daginn saumaði ég mér tösku úr Quiltbúðinni. Ég sá konu sem var að sauma svona tösku og langaði strax í svona. Ég pantaði mér pakka og saumaði eina strax. Ég er alveg ánægð með hana og finnst hún voða falleg, en... (alltaf), Hún er svo löng og mjó einhvern veginn. Æ maður getur alltaf fundið eitthvað að öllu. Litirnir eru akkúrat fyrir mig og blómin alveg frábær og svo stakk ég þau í vélinni minni.

Ég er líka að myndast við að gera svona veski undir prjónana mína og gengur ágætlega núna. Ég var búin að sauma þetta allt og líkaði ekki við það sem að ég var búin að gera. Einn daginn vaknaði ég og vissi hvað ég ætti að gera. Spretta öllu upp. Já öllu nema körfunni, kisu og hnyklunum. Haldfangið var allt og stutt hjá mér og handsaumurinn ekki nógu vel gerður og allt þar fram eftir götunum. Nú er ég sem sagt búin að þessu og get haldið áfram að sauma og gera fínt. ;o) Takið eftir að ég var að prófa að sauma nafnið mitt í saumavélinni minni, voða fínt en aðeins of fínlegt fyrir bútasaum finnst mér.

Núna um helgina fer ég á Blönduós á námskeið í útsaum ( það veitir ekki af að læra það). Ég er voða spennt að fara þetta og Gunnar minn ætlar að koma með mér til þess að ég sé ekki að keyra þetta ein. Við ætlum að leigja okkur lítið hús og skreppa á Sauðárkrók á laugardagskvöldið í afmæli. Gunnar á frænda á Skagaströnd og heimsækir hann sennilega á meðan að ég er að sauma. Ég held að þetta verði voða skemmtileg og góð helgi hjá okkur.

Wednesday, June 23, 2010

Fullt af nýrri handavinnu


í vor þegar Helga mín kom með strákana sína heim, þá vantaði litla gæjanum mínum lopapeysu. Af því að amma á heima í sveitinni (næstum því) þá gerði hún lopapeysu með traktorum handa litla prinsinum sínum. Helga valdi litina og peysan kom bara nokkuð vel út hjá mér og Kobe er búinn að nota hana mikið.Isabella mín á afmæli 4. júlí og amma hefur alltaf reynt að prjóna eitthvað handa henni í afmælisgjöf. Í ár var þetta eitthvað erfitt hjá ömmu svo að mamma hennar Bellu valdi hvað ég gæti prjónað á hana. Fyrir valinu varð svo þetta pils, sem er algjört æði. Liturinn átti að vera í turkis, en amma átti þetta bómullargarn í lillabláu og af því að Bellan er svo hrifin af lillabláu þá gerði amma svoleiðis á hana. Það er nú ekki hægt að láta mömmu ráða öllu. ;o)Bellan á svo lítinn bróðir sem verður að fá eitthvað frá ömmu líka, þó að hans afmæli sé ekki fyrr en í endann á desember þá er amma að gera stutterma peysu á hann. Hún er prjónuð í Mandarin Petitt á prjóna nr. 3 og þetta er að fara eitthvað illa í axlirnar á mér, greyið gamla konan. ;o) En hún er nú að verða búin núna. Ég er búin með afturstykkið og er á framstykkinu. Svo eru bara stuttar ermar, önnur röndótt og hin græn með bláum garðaprjóns kant.

Ég vona að þið eigið góðan dag

Thursday, June 17, 2010

17 júní


Gleðilega þjóðhátíð góðir íslendingar.


Wednesday, June 9, 2010

Stjörnuheklað teppiNú er kominn langur tími síðan ég var hérna síðast, eða kannski ekki síðan ég var hérna síðast því að ég fer alltaf reglulega hingað að skoða bloggið hjá öðrum en ekki komið mér í að skrifa nokkuð hérna í langan tíma.

Ég er búin að vera að prjóna og hekla alveg á fullu og reyndi að klára sem mest af þessum verkefnum sem ég átti í körfunni minni.

Febrúar peysan sem að ég var alltaf að reyna að klára en var ekki sátt við, er búin. Hún er ekki ljót, en þegar ég fer í hana þá er ég eins og skúta fyrir fullum seglum (eða fjölskyldu tjald). Hún er sem sagt allt of stór og þykk. Prjónuð úr léttlopa en hefði átt að vera prjónuð úr einhverju fínu á prjóna nr t.d. 3 1/2, það hefði kannski gert hana svolítið fínlegri. Svo er ég nú þeim ósköpum gædd að ég held alltaf að ég sé mikið stærri en ég er og prjóna allt svo stórt á mig. Hvað er það nú kallað? Anorexia.. humm nei það getur ekki verið því að það er svo gott að borða, en eitthvað er að mér í hausnum að gera alltaf svona stórt á mig. ;o)

Ég hafði það af að klára teppið mitt góða sem á að fara í fellihýsið okkar. það tók ekki langan tíma þegar ég tók mig til loksins. Það er heldur stórt, en þá er það bara betra og hylur meira af kroppum. :o)

Related Posts with Thumbnails