Monday, January 23, 2012

Janúar

Gunnar minn átti stórafmæli 6. janúar og við fórum á Akureyri frá fimmtudegi til mánudags. Á afmælisdaginn sjálfan fórum við til manns sem heitir Siggi og hann fór með okkur á snjósleða, sem var náttúrulega bara æði og Gunnar minn elskar.

Ég prjónaði peysu á hann sem tók óra tíma að prjóna svona í felum. ;Ð En svo þegar að ég ætlaði að sýna ykkur hana þá fatta ég að það var engin mynd tekin af henni. Það er allt í lagi því að ég sýni ykkur hana bara seinna. Þessi steinn sem að ég gaf honum líka er allur málaður með húsdýrunum, sem að er viðeigandi þegar að eigandinn er dýralæknir.Þetta er svo annar steinn sem að ég stóðst ekki og keypti líka, hann er mikið minni og passar ágætlega í eldhúsgluggann minn.

Allar hliðar á steininum.;Ð


Þetta er ég að prófa að hakla úr sprengdu garni sem er í svo flottum litum. Þetta er púði sem að Bellan mín gæti notað á rúmið sitt. Uppskriftina fékk ég hjá Lucy í Attic24.

Hún á líka þessa uppskrift, sem að ég var að prófa. Þið ættuð að kíkja á hana, hún er alveg frábær og gerir uppskriftir líka.

Þetta er svo peysa sem að ég er að prjóna á sjálfa mig. Hún er öll út í munstri sem að er ferlega gaman að prjóna. Ég er að prjóna hana úr Dala Falk á prjóna nr 4. en þeir gefa upp nr. 4 1/2. 

Nærmynd af munstrinu.

Þetta er ermin af peysunni hans Gunnars sem að ég gaf honum í afmælisgjöf. Hún er frá Anette Danielsen. (veit ekki hvort að þetta er rétt skrifað) Frábær peysa og gaman að prjóna hana, en rosalega mikið verk.

Bestu kveðjur úr Borgarnesi
Edda Soffía

Related Posts with Thumbnails