Thursday, July 1, 2010


Þessi peysa er búin loksins. Ég er búin að vera svo lengi með hana vegna þess að ég fékk svo í axlinrnar þegar ég var að prjóna hana. En semsagt Diamond fær hana á sunnudag þegar Bellan á afmæli. Ég held að hún verði bara nokkuð fín þegar hún er orðin þurr, ég tók myndina af blautri peysu. Við sjáum til þegar litli karl mátar hana.Um daginn prófaði ég að gera svona nálapúða. Hann er heklaður og lítið mál að gera hann og því ætla ég að sýna konunum í Félagsstarfinu í vetur þetta. Garnið keypti ég á Spáni í fyrra sumar, bómullargarn sem gott er að vinna með og skiptir um lit með reglulegu millibili. Það er nú ástæðan fyrir því að ég er ekkert voða hrifin af að prjóna úr þessu garni því að það verður allt röndótt en í svona verkefni gerir það lítið til.
Related Posts with Thumbnails