Thursday, August 21, 2008

Loksins búin

Jæja nú er ég loksins búin í skólanum, var í vistfræðiprófinu í morgun. Ég er næstum viss um að ég hafi náð þessu, vona það að minsta kosti. Nú er ég orðin húsmóðir og verð svo að vinna einn dag í viku í félagsstarfi aldraðra, þrjá tíma á miðvikudögum að hjálpa til við handavinnu. 
Stelpurnar eru að koma á eftir og svo byrjar skólinn hjá krökkunum á morgun. Ég er voða heppin að ég þarf ekki að keyra alla daga bara á föstudögum og svo sæki ég á þriðjudögum og kannski miðvikudögum. 
Við erum að fara í útilegu á morgun, ætlum á Hellu á Landbúnaðarsýningu. Það verður voða gaman fyrir stelpurnar og okkur líka. 
Ok kem á eftir helgi.
Related Posts with Thumbnails