Friday, January 22, 2010

Stórir vettlingar



Ég er svo klikkuð stundum að ég geng fram af sjálfri mér. lol Það er nú bara þannig að ég er að fara til Ameríku í febrúar eins og ég hef minnst á og fjölskylda dóttur minnar er að flytja til Cicaco þar sem er kuldi og vetrarveður á veturna. Nú þau eru búin að eiga heima í Virginia Beach í nokkur ár svo að þau eiga auðvitað ekkert af vetrarfötum. Mamma er að fara út og verður að koma með fulla tösku af vettlingum og sokkum á liðið. Nú ég byrjaði á strákunum mínum og svo á ég þessa fínu vettlinga á Helgu mína, nú er það bara tengdasonurinn sem er svolítið stærri en venjulegur Jón. ;o) Ég lét Helgu mæla höndina á honum og þegar ég fór að skoða málin fannst mér þau ekki geta verið rétt, þetta var svo stórt. Næst þegar ég talaði við Helgu á Skype, vildi ég sjá hendurnar á þeim saman og vitir menn þetta var allt rétt. Maðurinn er 26 cm frá úlnlið og fram yfir löngutöng, 8 cm að þumli eftir að stroffið er búið. ;o)
Í morgun fór ég svo að prjóna fyrri vettlinginn og þegar ég var búin með hann (ekki einu sinni þumalinn) þá varð ég bara að skella inn mynd af þessu og setti vettlinga sem passa á mig við hliðina á þeim og þessir minnstu eru á svona átta ára.
Ég þarf nú ekkert að segja ykkur að ég treysti mér ekki að prjóna sokka á hann fyrr en ég er komin út og get mælt hann sjálf. ;o)
Leiðinda tengdamamma sem getur skemmt sér yfir þessu.
Soffía frænka
Related Posts with Thumbnails