Wednesday, February 29, 2012

Sitt lítið af hverju

Í dag er miðvikudagur, svo að ég fór í vinnu í dag í sól og voða fínu gluggaveðri. Ég klæddi mig að sjálfsögðu eftir veðri og fór í pils og berfætt í skónum, með svövuna mína um herðarnar. Sísí kom til mín í vinnuna og við vorum ekki alveg tilbúnar að fara heim, svo að við fórum í Geirabakarí og fengum okkur kaffi og með því. Þegar að maður fer í Geira þá er Hagkaup við hliðina á, svo að þar gátum við eitt smá pening. ;þ Þegar að við komum út þá var skollið á band brjálað veður, blind bylur og varla hægt að sjá fram fyrir sig. (og ég alltaf á sumarfötunum, berfætt í skónum) ;þ

 
Á laugardag komu Njarðvíkingarnir í heimsókn og litli prinsinn hennar ömmu kom að sjálfsögðu með. Hann var svo yndislegur og fallegur og gott að knúsa hann og kissa.

Við löbbuðum upp í menntaskóla, þar var atvinnukynning og margt sniðugt að sjá. Handavinnuhúsið var þar að sjálfsögðu og þær voru með sniðuga keppni. Við áttum allar að gera  og koma með púða, sem svo allir áttu að velja flottasta púðann. Þetta var hörð keppni en flottasti púðinn kom svo frá mér. ;þ

Þessi uppskrift er frá henni Lucy í Attic24 og þar er hún búin að skrifa og taka myndir af ferlinu, hvernig á að hekla hann. Garnið sem að ég notaði er frá Handprjón.is og er þessi litur víst kallaður Gaypride. Það er alveg ótrúlega gaman að hekla úr þessu garni og konurnar í félagsstarfinu eru að prjóna mikið úr því líka.


Eftir nokkur ár með ofnæmi sem ég að sjálfsögðu vissi ekkert fyrir hverju, er ég loksins búin að komast að því að ég er með ofnæmi fyrir lopa, hafið þið heyrt annað eins. :( En það þýðir ekkert að væla og svo á ég góðar vinkonur sem hægt er að díla við. ;þ Einni vantaði bók frá Amazon og ég keypti hana og hún prjónaði Nínu tösku fyrir mig í staðinn. Þessi er dökk græn og bleik og kemur ágætlega út. Ég er ekki alveg sátt en hlít að geta hresst upp á hana með einhverju móti.


Þetta er sjal eða trefill sem er kallaður Wing span, ég fékk uppskriftina á netinu í gegnum Wendy knits sem er hér til hliðar. Það er voða gaman að prjóna þetta sjal og garnið er skemmtilegt í allskonar bláum litum. Ég hef ekki verið hrifin af bláum lit hingað til en er að reyna að sættast við hann. Þetta er nú bara nokkuð fallegt, en ég ætla nú sammt að gefa mömmu minni þetta. ;þ



Ég ætla ég að láta fylgja nokkrar myndir frá prjónakaffinu okkar hér í Borgarnesi, sem er öll þriðjudagskvöld frá kl 20 til 22.

Hér sjást Sísí, Hulda og Rasa

Júlíanna, Gunna, Svava í Görðum, Steinka og Margrét Ástrós

Maja (Mæja) Hulda mamma Huldu og Sísí



3 comments:

Helga said...

Rosalega var þetta skemmtilget póst frá þér :) Líka ógo gaman að sjá mynd af prinsinum brosandi....svo fallegur :)

Ég vissi að púðinn þinn mundi vinna :) Þú ert best í öllum heiminum :)

Hellen Sigurbjörg said...

Mér líst rosalega vel á púðann, ætla að fá mér svona garn í hann líka!

Anonymous said...

Sæl Edda, geggjadur blomapudinn, eg a tvaer sem myndu sko vilja svona i herbergid sitt!! :)

Related Posts with Thumbnails