Friday, December 23, 2011

Gleðileg jólÉg óska öllum gleðilegra jóla og vona að friður og gleði fylgi ykkur yfir hátíðarnar.

Birgitta mín og hennar fjölskylda eru að koma til okkar og ætla að eyða hjá okkur aðfangadegi og svo verður farið til Ölmu systir á jóladag. Við Gunnar erum að mestu ein þessi jól því að litlu stelpurnar mínar eru hjá pabba sínum í Ameríku. En við höfum nú alltaf litlurnar hans og því erum við ekki alltaf ein, við skiptumst á við mömmu þeirra.

Ég má til með að segja ykkur klaufalega sögu. Þannig er mál með vexti að nýja saumavélin mín bilaði og hún hefur því verið á verkstæðinu í langan tíma ( það finnst mér að minnst kosti) ´Eg var sem sagt ekki alveg búin með jólagjafirnar þegar að hún bilaði. 

Í gær fór ég svo að ná í vélina og byrjaði auðvitað strax að sauma, í morgun fór ég svo niður þegar að ég vaknaði og ætlaði að gera síðustu gjöfina, nefnilega sængurver fyrir Birgittu mína og hennar mann. Þau eru með stóra sæng og því gerði ég fjölskyldu nafnið þeirra í mitt verið. allt gekk svo vel og stafirnir voru þrílitir og voða flottir, ég tók þetta upp og fór að brjóta sængurverið saman og tók þá eftir því að ég snéri Warren nafninu ÖFUGT. Hafið þið vitað annað eins. :( 
Klaufi sem ég get verið.


Bestu jólakveðjur
Edda Soffía 

1 comment:

Helga said...

Mamma, þá brjóta þau bara sænguverið niður (fold it down) hahahahahaha

Vildi óska þess að ég væri að koma í Mömmu köt yfir Jólinn....nothing better!!!!

Gleðileg Jól

Love you bunches and bunches

Related Posts with Thumbnails