Monday, September 13, 2010

Haustið komið og tími til að blogga

Nú er haustið komið og félagsstarfið byrjað aftur og ég í handavinnunni. Auðvitað er ég búin að vera að prjóna og hekla í allt sumar, en ekki búin að vera eins dugleg að setja það hérna inn og ég hefði getað. ;þ


Sumarið er náttúrulega búið að vera alveg sérstaklega gott og ég sem fékk nýjan pall í byrjun sumars, er búin að vera úti alla daga. Við erum líka búin að vera á ferðalögum og svoleiðis, en ekki eins mikið og við hefðum getað. Hérna í Borgarfirðinum er búið að vera besta veðrið svo að við tímdum ekki að fara langt.


Núna í augnablikinu er ég alveg að tapa mér í heklinu og púðarnir, dúkarnir og teppin ganga undan mér á færibandi. Ég var að klára þessa púða núna í síðustu viku og í dag. Þessi græni er í sérstöku uppáhaldi hjá mér, en ég er ekki viss um hvort að ég hefði átt að hafa pífuna í kring stærri. Hvað finnst þér?


Ljósbrúni púðinn er líka voða sérstakur út af munstrinu sem er í honum. Ég fékk það hjá tengdamömmu í kistunni hennar (tengdó er dáin svo að hún gat ekki kennt mér þetta sjálf). Ég var búin að vera að reyna að gera svona munstur sem ég hafði séð í Laufásbænum í sumar og var ekki alveg viss hvernig það væri, þegar ég fann litla prufu í kistunni hennar Sigurlaugar minnar og þannig varð þessi púði til.


Svo er líka svo gaman aðgera þennan nálapúða, að ég mátti til með að gera annan og er með þriðja nálarpúðann í huganum sem ég ætla að gera.

Bestu kveðjur
Edda

2 comments:

Hellen Sigurbjörg said...

Gaman að sjá þig á blogginu aftur! Það er líka ágætt að hvíla sig aðeins á því inn á milli. Mér finnst græni púðinn alveg ótrúlega flottur, og mér finnst hann alveg passlegur eins og hann er, og nálapúðinn flottur líka.

Handmade and off-centered said...

Dííí hvað mig langar í þennan græna púða...hann er ææææði :)
Hinn kremaði er rosalega flottur líka og mér finnst munstrið töff.
(þú mátt endilega kenna mér þetta munstur) ...hint hint

Og by the way, þá gæti þessi mynd ekki verið betra. Sólpallur, rauðvín, blóm, gott veður og prjónarnir :))

Related Posts with Thumbnails