Thursday, August 14, 2008

Úlfareynir

Já nú er ég í stuði. Áðan fór ég í Grenigerði og keypti mér Úlfareynir, Koparreynir og Hansarós. Þegar ég kom heim þá fór ég út að planta þessu, en.... viti menn, ég fór bara til þess að kaupa Hansarós og eitt runnatré og því get ég ekki komið Koparreynirnum niður. Hann passar ekki inn í planið hjá mér strax, svo að nú verður mín að fara að hugsa og plana. Ég er að reyna að koma upp skjóli hjá mér fyrir vindinum,  það er nú ekki mikill vindur en sammt alltaf eitthvað. 
Nú er ég að verða búin með kjólinn minn, bara önnur öxlin eftir. Ég mátaði hann í dag og hann er voða flottur og passar vel. Það er alltaf svo gaman að klára eitthvað sem maður er að gera.
Stelpurnar mínar koma heim á morgun, það sem ég er orðin spennt. Við erum búin að ákveða að fara suðureftir seinnipartinn á morgun og láta bjóða okkur í mat annað kvöld, svo verðum við bara á spjallinu þar til tíminn kemur að sækja prinsessurnar mínar. Þá verur nú lífið aftur venjulegt og það er GOTT. 

No comments:

Related Posts with Thumbnails