Wednesday, February 5, 2014

Hringa teppi

 

Nú sit ég hér heima og prjóna hringa teppið sem stendur á "sofðu unga ástin mín". Það er yndislega gaman að prjóna þetta teppi og svo er það alveg frábærlega fallegt. Yndislegt með góðum te bolla og fallegum tónum Ellu Fitzgerald.

 

Saturday, January 25, 2014

Lítil ömmustelpa

 

Hérna fáið þið að sjá litlu ömmustelpuna mína, í prjónaðri samfellu frá ömmu og fallega heklaða teppinu frá mömmu sín. Hún er svo vær og góð, bara sefur og borðar. Fullkomin lítil prinsessa. ;-)

Eins og þið vitið kanski þá vinn ég stundum í hannyrðaverslun hér í Borgarnesi og þá á konan mjög erfitt. Allir þessir litir og allt þetta garn, ohhhh. Ég set alltaf hrúgu af litum fyrir framan mig og svo læt ég mig dreyma um allt það sem ég gæti gert úr þessum litum.

T.d. var ég með þessa fallegu sexhyrninga í huga þegar ég valdi þessa liti. Ég keypti auðvitað nokkrar dokkur og byrjaði að hekla. Þetta kom svo vel út að ég er að hugsa um að hafa þetta sem verkefni í langan tíma, eða sem sagt hekla eina dúllu á dag allavegana fimm daga í viku

Þessa mynd fékk ég hjá Cocorose frábært blogg sem ég les alltaf.

Bestu kveðjur úr Borgarnesi

 

Thursday, January 2, 2014

Gleðilegt nýtt ár

 

Jólatréið mitt í ár var svolítið öðruvísi en venjulega. Í gegn um árin hef ég safnað mikið af jólaskrauti sem minnir mig á Viktoríu tímabilið. Á hverju ári dáist ég af jólatréinu og finnst það fallegra en mig minnti frá árinu á undan. Ég hef oftast notað hvítar seríur en í ár aftur á móti setti ég seríu með alls konar litum og af einhverjum orsökum sé ég ekkert nema bláu ljósin. Í ár er fyrsta árið sem ég man eftir að mér finnst jólatréið ekki flott og get ekki beðið eftir því að taka það niður. Skrítið hvernig maður er.

 

 

 

 

Þar sem von var á litlu barnabarni í desember, þurfti amma auðvitað að prjóna svolítið mikið og svo meira í viðbót. Gat ekki hætt og prjónaði náttúrulega allt of mikið og allt á ungabarn.

En svo kom þessi líka myndarlega litla stelpa á gamlársdag kl 17:10 og vó hvorki meira né minna en 5080 grömm sem eru rúmar 20 merkur og var 58 cm löng. Sannkölluð áramóta sprengja hjá okkur hérna í fjölskyldunni. Svo ofan á allt saman var henni gefið nafn og þá fékk amma nöfnu. ;-)

Yndisleg lítil Abagile Soffía.

Getur árið hafa endað betur ;-) nei það held ég ekki, nema til að gera þetta enn þá fullkomnara þá fengu amman og afinn að passa hin þrjú systkynin. Fullkomið.

Bestu kveðjur

Edda Soffía

 

Monday, November 18, 2013

Catching Butterflys

 

 

Ég er búin með grifflurna mínar "chatching butterfly" . Það var svo gaman að prjóna þær, að ég gat ekki stoppað. Ég hélt áfram þar til að þær voru búnar í gær og gat svo ekki sofnað því að ég var svo mikið að hugsa um allar uppskriftirnar sem hægt er að fá hjá þessari konu sem hannaði þær. Þegar að ég vaknaði svo í morgun þá pantaði ég tvö munstur sem ég ætla að gera. Ohhh hvað ég hlakka til að komast í búðina að versla garn í nýja verkefnið mitt.

En nú ætla ég að hætta og drýfa mig í búðina. ;-)

Bestu kveðjur úr Borgarfirðinum

Edda Soffía

 

Sunday, November 17, 2013

Catching butterflies

 

 

 

 

Jæja nú held ég nú að ég ætti að skammast mín og skrifa eins og eina færslu til að sýna ykkur hvað ég er að gera þessa stundina.

Þetta eru grifflur sem að eru kallaðar "catching butterflies" yndislega flottar og rómantískar. Garnið er smart, litur sem ég féll alveg fyrir, en auðvitað var hann að hætta svo að ég keypti mér nokkrar dokkur. Þessi litur passar svo mjög vel fyrir þetta verkefni og þá sérstaklega vegna þess að grifflurnar eru handa mér sjálfri. ;-)

Teppið sem að sést aðeins í undir grifflunum er í vinnslu og á að klárast fyrir jólin. Humm við sjáum nú til með það ;-)

Bestu kveðjur úr Borgarfirðinum, og ég vil bjóða alla velkomna á þessa síðu.

Edda Soffía

 

Wednesday, May 29, 2013

Svona ýmislegt

 

Vorið er komið og ég náði mynd af fyrstu Fíflunum sem ég sá. Það var skrítið að ég sá ekki fífla fyrr en ég fór til Keflavíkur. Hummm. Er að horfa út um gluggan hjá mér og sé ekki einn Fífil.

Af því að mér er svo illt í hendinni og get því lítið prjónað eða heklað, þá hef ég aðeins verið að leika mér á saumavélinni. Það gengur samt ekki neitt svakalega vel því að það er svo vont að skera.

Ég hef verið að passa lítinn trítil undanfarið. Ekki leiðinlegt, við erum búin að skemmta okkur þvílíkt vel saman.

18. maí fórum við Gunnar í brúðkaup norður á fljót. Þar hefur verið ansi snjóþungt í vetur og þarna sjáið þið hvað það er mikill snjór við sáluhliðið. Þarna var búið að moka frá svo að það væri hægt að komast að kirkjunni. Þennan dag var samt 15 stiga hiti svo að það bráðnaði örugglega vel þann daginn.

Gunnar minn á kirkju loftinu.

Ég hef verið að prjóna eina og eina lopapeysu fyrir vinkonu mína til að selja í sumar. Það er ágætt að grípa í þær þegar ekkert annað er að gera.

Kisu kerlingarnar mínar eru alltaf að leita sér að góðum stað til að leggja sig á. Þessi staður verður að vera alveg sérstakur og í þetta skiptið var ég búin að brjóta saman teppi og lagði það frá mér og þegar að ég ætlaði að taka teppið og ganga frá því var ég of sein. Brína mín var lögst og það fór svo vel um hana að ég gat alveg eins beðið smá stund þar til hún var búin að leggja sig.

Litla kisa aftur á móti var búin að finna sér frábæran stað sem var mjúkur og mátuglega lítill fyrir hennar smekk. Hún var nefnilega komin ofan í prjóna töskuna mína og svaf þar í langan tíma. Það var allt í lagi ég fann mér bara eitthvað annað að prjóna á meðan. ;)

Þetta er sængurver sem ég saumaði handa Birgittu minni á litla sæng. Þetta efni heillaði hana svo mikið að ég keypti nóg til að gera sængurver á lítinn prins og af því að hennar maður er Warren þá passar að setja eftir nafnið á þetta, þá geta krakkarnir notað það fyrir sín börn. Það er gott að vera svolítið hagsín. ;)

Þetta er teppi sem að ég er að sauma handa mér sjálfri. Þetta eru allt efni sem að mér finnst svo falleg og ég ákvað að leifa þeim að njóta sín og hafði því stóra renninga. Síðan ætla ég að stinga það í vélinni minni með allskonar orðum og myndum. Ég er frekar frjáls með þetta teppi því að það er handa mér. ;)

Og að lokum þá var ég að klára þetta spiderman teppi handa barnabarni. Það er mikið stærra en hérna á myndinni en ég er bara að fatta það núna að ég gaf honum teppið án þess að taka loka mynd af því. hummm.

Bestu kveðjur úr Borgarnesi

Edda Soffía

Ps. Sumar myndirnar eru merktar Hvítar Rósir, ég á þær myndir en þær tilheira hinu blogginu mínu.

 

Friday, March 29, 2013

Páskafrí á Akureyri




Nú er ég á Akureyri. Við höfum farið í mörg ár um páskana á skíði á Akureyri og þetta er orðin eins konar hefð. Þau fara upp í fjall en ég er niður í bæ að skoða lífið. Í gær fór ég niður í bæ (og þá meina ég "niður") því að það var eins og að klífa fjall að labba upp gilið aftur. En ég átti góðan dag, sat í Eymundson og las bók í langan tíma og endaði á að kaupa hana. Svo gekk ég um bæinn og naut lífsins í góða veðrinu. Það voru ekki margar búðir opnar en ég náði að skanna þær flestar. ;)
Ég tók með mér heklubútana fallegu sem að ég veit ekki ennþá hvað verður úr og lopapeysu sem þarf að vera búin fyrir Reiðhallarballið sem verður einhvern tíman í endaðan apríl. Peysan gengur vel ég er næstum komin upp að ermum, en ég hef ekki tekið upp heklið. Á myndinni hér fyrir ofan sjáið þið heklið, er þetta ekki æði? Ég fæ bara ekki nóg af því að gera þessa búta og svo það sem að er ekki minna skemmtilegt er að horfa bara á þá. Skrítin ég veit, en það er partur af handavinnunni hjá mér. Að horfa.
Hérna fyrir ofan setti ég líka mynd af bútasaumnum sem að ég er að gera, "trip around the world" ég er mjög ánægð með litina, þeir eru akkurat það sem talar til mín núna. Ég má hafa mig alla við að sauma þetta teppi því að ef að ég geri teppi á rúmið mitt þá þarf ég átta í lengd og átta í breidd. Það gera 64 bútar og það ætti að klára allt ljóst efni sem að ég á. Nei annars ég held að ég þurfi að versla smá ;-) Gott.
Annars sendi ég bara bestu kveðjur frá Akureyri
Edda Soffía
Follow my blog with Bloglovin

Related Posts with Thumbnails