Ég er búin að vera að prjóna jólakúlur úr bók sem ég keypti mér frá Noregi. Það eru 55 munstur í þessari bók og hver annari skemmtilegri.
Hreindýr
Jólasvín
Íkorni
Hjörtu
Og meiri hjörtu
Það er nú ekkert sérstaklega gaman að taka myndir í dag því að birtan er ekki góð, en þið sjáið hvað þetta er skemmtilegar kúlur.

Hérna sjáið þið bókina sem ég er að prjóna upp úr.
Kveðja úr Borgarnesi
Edda
Love it!!! Þessar kúlur eru svo sætar :)
ReplyDeleteSkemmtilegar kúlur, ég var búin að sjá þessa bók á bloggunum. Hvað kostaði hún hingað komin?
ReplyDeleteÞakka þér fyrir, Edda Soffía, en ég var nú ekki að ætlast til að þú sendir mér neitt. Hins vegar er e-mailið mitt hellen@setbergsskoli.is, en aftur, ég ætlast allst ekki til þessa. Kveðja, Hellen
ReplyDelete