Thursday, December 17, 2009

Jólagjafir......

Nú er komið að því að ljóstra upp hvað ég er búin að vera að gera undanfarið. Nú eru að koma jól svo að allir verða að fá eitthvað prjónað og ég er búin að vera að prjóna í allt haust. Pakkarnir eru komnir til Ameríku og í þeim eitthvað fallegt. ;o)
Nú hef ég verið að prjóna lopapeysur handa Gunnari og Ameliu. Amelia varð allt í einu að fá lopapeysu áður en hún fer til Ameríku, svo að mamma varð að drífa sig að prjóna eitt stykki peysu handa barninu. Hún vildi hafa hana svarta, gráa og hvíta, með síðum bjölluermum og fallegum tölum. Ekkert mál hún er búin og Amelia voða ánægð með mömmu sína.



Ég er nú ekki viss um að þið sjáið þetta vel, en ég læt þetta frá mér svona. ;o) Þetta eru blómin frá prjóniprjón sem eru svo þjóðleg og falleg. Þetta er líka svo fljótlegt og skemmtilegt að gera að ég er búin með nokkrar og allir góðir fá svona í pakkann sinn. Myndin er nú ekki sem best, ég kann ekki að taka flassið af svo að ljósin njóta sín ekki, en trúið mér, þetta er ótrúlega fallegt. Upphaflega sá ég þetta á síðunni hennar Hellenar og féll algerlega fyrir þessu. Þið ættuð að kíkja á síðuna hennar, hún gerir svo fallega handavinnu. Takk fyrir öll kommentin Hellen mín, það er alltaf svo gaman að fá þau.
Já og konurnar í félagsstarfinu eru allar að hekla svona, meira að segja þær sem ekki kunnu að hekla þær lærðu það bara. ;o)



Þetta var í mogganum á laugardaginn og er alveg að slá í gegn. Ég varð auðvitað að prófa og þetta fer líka í einhverja pakka. Frábært.



Svo er alltaf svo gott að fá vettlinga og húfur í pakkann sinn, eða er það bara að mér finnst svo gaman að allir fái marga pakka, hummm.... ég veit ekki en eitthvað er það nú sem lætur mig prjóna eins og vitlaus manneskja á haustin. ;o)



Jæja en nú er þetta komið nóg í bili, ég verð að halda áfram að gera handavinnu, jólin eru ekki komin ennþá ;o)

Kv Soffía frænka
Related Posts with Thumbnails