Tuesday, September 29, 2009

Sextán Fjólur


Hérna kemur dúkur sem að ég var að gera. Ég fann þessa uppskrift á netinu og varð að prófa hana úr því að ég er svo hrifin af Fjólum. Ég var búin að hugsa mikið um hvaða liti ég ætti að nota og var alveg tilbúin að skreppa til Reykjavíkur til að leita af heklugarni í réttum litum. En hvað haldið þið, Gulla í vinnunni kom með poka af bómullargarni og spurði hvort að einhver gæti notað þetta garn, fjólublátt, gult og grænt. ;o) Frábært. Ég er að hugsa um að hafa þennan dúk í fellihýsinu okkar, hann væri flottur þar með fjólulöbernum sem að ég saumaði úr bútasaum í sumar og hef notað á borðinu í fellihýsinu.

Monday, September 28, 2009

Handavinna

Nú ætla ég að setja inn nokkrar myndir af handavinnu sem að ég er búin að vera að gera undanfarið.



Ég var að nota afganga af léttlopa sem að ég á svo mikið af og gerði nokkur sokkapör á litlar fætur.



Svo eru það leikskólakrakkarnir, þeir þurfa alltaf svo mikið af sokkum og vettlingum.



Þetta er vesti sem að ég var að enda við að gera og ætla að selja. Það er úr tvöföldum lopa og græni liturinn er þessi cintarmani litur sem kom óvart í verslanirnar í firra.




Þetta er kjóll sem að ég gerði á Karlottu úr einföldum lopa og kitty garni hún valdi litina og munstrið og er hæstánægð með mömmu sína.

Tuesday, September 22, 2009





Jæja nú er nú kominn tími til að ég fari að blogga aftur og nú verður það um handavinnuna mína.
Ég er búin að vera alveg rosalega dugleg í handavinnunni í sumar og ætla að láta nokkrar myndir fylgja með að ganni.
Related Posts with Thumbnails